Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 145
105
seinni aðferðina við alla ull, eins og líka ráðið er til í
þvottareglunum hjer að frarnan. Peir, sem vinna úr
ullinni, hafa nóg ráð til að minnka þanþolið í henni, ef
þeir vilja hafa hana án þess; en það er erfiðara að gefa
henni það aptur, ef þess þarf með.
Hver maður, sem er með fullu viti, hversu einfald-
ur og óraenntaður, sem liann kann að vera, hlýtur að
sjá það, að ómögulegt er, að vond vara haldist lengi í
háu verði. Hann þarf ekki annað, en að stinga hendinni
í sinn eigin barm — þekkja aðra af sjálfum sjer; hann
vill sjálfur heldur kaupa við þann mann, sem selurhon-
um góða vöru, heldur en hinn, sem selur honum svikna
vöru.
Ef bendingum þeim, sem gefnar eru hjer að framan
um meðferð á sauðfje og ull, væri rækilega fylgt, þá
þyrfti ekki framar að sjást eins Ijót ull frá íslandi eins
og sjezt hefir stundum að undanförnu, að minnstakosti
ætti hún ekki að verða skemmd í þvottinum. Jegvona,
að hver sá, sem að undanförnu hefir verkað ull illa sök-
um þekkingarskorts, reyni að færa sjer bendingar þess-
ar í nyt, til að vita hvort ullin hans getur ekki orðið
betri. Hinum, sem slægjast til að hafa sem mest óhrein-
indi og bleytu í ull sinni, til þess að hún verði sem
þyngst á metunum, verður ekki við hjálpað; þeir verða
að fara sínu fram; þeir kenna sjálfir á afleiðingunum.
J>eir hrifsa stundarhagnaðinn svo að segja með þjófs-
liendi, ræna frá sjálfum sjer og þjóð sinni þeim ómetan-
lega hagnaði, sem því fylgir, að hafa gott orð á sjer á
markaðinum fyrir vöruvöndun — ræna þjóðina verzlun-
armannorði hennar, ef svo mætti að orði kveða. í’etta
er heimskulega skammsýn eigingirni.
Lesarinn heldur, ef til vill, að jeg þykist kominn í prje-
dikunarstólinn, og sje farinn að kenna siðafræði, en með
henni verði eklci langt komizt í verzlunarefnum. Þessu