Andvari - 01.01.1886, Síða 146
106
er alls ekki þannig háttað; jeg vil að eins kenna skyn-
samlega, framsýna eigingirni; jeg ræð til að varan sje
vönduð í þeira tilgangi, að hún fái gott orð á sig á
markaðinum, og komist á þann hátt í hærra verð.
í>etta hiýtur hverjum manni að vera auðskilið, sem að
eins vill hugleiða það, þótt reynslan hafi sýnt, að allir
athuga það ekki sem skyldi. Reynslan sýnir, að ekkert
dugir annað, en að gera sem rjettlátastan verðmun á vör-
unum þegar hjer á landi. Það ráð hlyti að duga, og
það hlýtur að vera mögulogt að framkvæma það. Á
Húsavík fyrir norðan var þessi aðferð höfð næst liðið
sumar, og í haust náði engin ull hærra verði á Eng-
landi en ullin þaðan. |>að er vonandi, að fleiri kaup-
menn láti sjer þetta að kenningu verða. Vilji kaupmenn
ekki gera það, þá er ekki um annað að gera fyrir þá
bændur, sem hafa vandaða ull, og vilja ekki láta sóðana
ræna sig ávöxtunum af vandvirkni sinni og fyrirhöfn, en
að ganga í fjelag, og senda sjálfir ullina á rjettlátari
markað í útlöndum. En þá mega þeir líka gæta þess
vel, að engri óvandaðri ull verði slengt saman við; liún
verður að vera sjer í lagi, að minnsta kosti, því aðann-
ars verður seinni villan argari hinni fyrri.
Ef einhver skyldi hafa þá fráleitu hugmynd um ull-
armarkað í útlöndum, að þar sje svo mikill skortur á
ull, að íslenzk ull hljóti að ganga út, hvernig sem hún
sje, og því sje engin þörf á að vanda verkun á henni,
þá er vert að geta þess, að sú hugmynd er með öllu
gagnstæð því rjetta. Árið 1882 var öll ull, sem fluttist
frá íslandi, 1,733,000 pd., eða svo sem Vaes & m(5ti því.
sem flutt var til Englands eins árinu áður, fyrir utan alla
aðra ull, sem var á heimsmarkaðinum. Má af þessusjá,
að þess mundi lítið eða ekkert gæta, þótt öll íslenzk
ull hyrfi af markaðinum. Sóðunum dugir ekki að skáka
í því hróksvaldi, að hún megi ekki missast þaðan.