Andvari - 01.01.1886, Side 147
107
4. Tóvara.
í fyrravetur (1884—85) birtust í sunnlenzku blöð-
unum skýrslur um það, að íslenzk tóvara hefði fengið
verðlaun á sýningu í London vorið eða sumarið 1884,
og selzt þar við hærra verði en hjer var þekkt áður.
í skýrslum þessum var og nokkur leiðbeining um það,
hvernig varan skyldi 'unnin. Frú Sigríður Magnússon í
Cambridge hafði átt mestan og beztan þátt í, að koma
sýnismununum á framfæri, mæla með þeim og sjá um,
að þeim yrði ekki gleymt, er verðlaununum var út býtt.
|>egar þetta barst norður, var orðið áliðið vetrar,
en samt var sumstaðar farið að tæta vandaða tóvöru,
til þess að fá fyrir hana hærra verð en að undanförnu
hafði við gengizt. Þetta átti að vera tilraun til undir-
búnings næsta vetri, meira var eigi hægt vegna tíma-
skorts. Jeg veit eigi, hve mikið hefir verið unnið, eða
hvernig hefir gengið með sölu á því, nema litlu einu,
sem pöntunarfjelag fingeyinga og Eyfirðinga sendi til
Nýjakastala næst liðið sumar.
]?essi tóvara var óseld, þegar jeg kom til Nýjakastala
íhaust. Jeg tók með mjer til Bradford sýnishorn afsolck-
um og bandi þaðan, en lingravetlinga hafði jeg með
mjer að heiman. Jeg gat ekki sýnt mörgum í Bradford
varniug þennan, en þeim fáu, sem skoðuðu, þótti hann
of dýr. Seinna tók enskur vörubjóður (Handelsrejsende)
að sjer, að hafa hann á boðstólum á ferðum sínum. Síð-
an veit jeg ekki um hann.
Jeg átti tal um tóvöruna við mann þann í Nýja-
kastala, sem hafði hana undir hendi. Hann hafði þá
enska tóvöru til samanburðar, og sýndi mjer fram á,
hvað íslenzk tóvara væri ólíkleg til að seljast á Englandi
við hliðina á enskri vöru, sem væri bæði ódýrari og á-
sjálegri en sú íslenzka. Jeg mælti fram með íslenzku
vörunni fyrir ullgæði, mýkt, hlýindi og einkum fyrirþað,
að hún væri handunnin, og mundi því reynast haldbetri.
Ekki kvað hann íslenzka sokka hafa reynzt sjer haldbetri;