Andvari - 01.01.1886, Síða 148
108
hinna kostanna þyrfti ekki með á Englandi, þar væri
svo hlýtt loptslag. fað má búast við, að íslenzk tóvara
fái söinu andmæli víðar.
í Nýjakastala keypti jeg nokkur sýnishorn afbandi,
og í Bradford og Manchester sýnishorn af sokkum. Karl-
mannsleistar1 úr ull kostuðu 90—135 aura parið, ogþar
um bil eptir gæðum. Karlmannssokkar, álnarháir, úr
tvílitu, fimmþættu bandi, rifjaðir ein og þrjár2 kostuðu
kr. 2,10. fríþætt og fjörþætt ullarband kr. 2,33—3,83
danskt pd. eptir gæðum, þáttafjölda og litafjölda. |>ess
verður að gæta, að þetta er smásöluverðið í búðunum.
Erá fyrstu hendi hlýtur verðið að vera nokkru lægra.
Pegar nú íslendingar vildu fá á fyrstu hendi 2J/2—3kr.
fyrir pd. af einlitu, þríþættu bandi, 2 kr. fyrir einlita
»hálfsokka», að vísu holdur vandaða, og að sama skapi
fyrir aðrar vörur, þá er auðsætt að þær muni ekki ganga
vel út í smásölum, er allir milliliðir hafa bætt nokkru »
við verðið fyrir ómök sín. J>að verður að reyna aðra
vorzlunaraðferð.
Frú Sigríður Magnússon í Cambridge taldi víst, að
með milligöngu einstakra manna mætti selja svo mikið
af íslenzkri tóvöru á Englandi, að íslendingar gætu ekki
fram leitt meira fyrst um sinn, og þó fyrir það verð,
að þeir gætu haft hagnað af. En þessi aðferð, að selja
»undir hendinni», er í raun og veru engin verzlun, og
mundi vart fullnægja þörfum vorum er til lengdar ljeti.
það er annað mál, þótt þannig sje byrjað, ef ekki er
annars kostur en að sitja aðgjörðalaus ella, enda gæti
1) Stutta sokka kalla Englendingar soclcs ; jeg kalla þá „leista11,
eins og títt er á Norðurlandi. Háu sokkana kalla þeir hose
(frb. hós). Leistarnir eru notaðir með síðum brókum, en háir
sokkar með stuttbrókum.
2) Kifjað kalla jeg lijer það, sem á ensku er nefnt ribhcd,
fyrir norðan er það kallað „lykkjusnúið", en fyrir sunnan
„brugðið“. „Iiifjaðir ein og þrjár“ þýðir því, að fjórða hver
lykkja er prjónuð öfug (snúin, brugðin), en þrjár rjettar.
Kr. J.