Andvari - 01.01.1886, Page 150
110
20 kvint, en ullin í því virðist freraur hrísin og ljett í
vigtina. Lagi á fingravetlingum get jeg ekki lýst, svo
lið sje að, en lögulegir og vandaðir fingravetlingar eru
víða búnir til á íslandi, þött ekki sje til verzlunar, ef
til vill. J>að verður að laga þá eptir rjett skapaðri
mannshendi. Varan ætti að vera þjett prjónuð, en lítið
þæfð, svo hún missi ekki til fulls þanþolið, sem hún
hefir nýprjónuð. Vjelprjónuðu plöggin eru ekki þæfð.
Vetlingapör og sokkapör skal festa saman þannig, að
reyna megi stærðina, án þess að spretta þeim sundur.
Ofurlítil hönk af bandi, segjum 15—20 álnir, ætti að
fylgja hverju pari sokka og vetlinga. I3að þykir kostur
við plöggin, ef hægt er að staga í eða stoppa þau með
samlitu bandi, er þau gatslitna.
Jeg held annars, að betur borgaði sig að tæta band
en prjónles. Bandið má vera sem líkast því bandi, sem
prjónað er úr. Ensku sýnishornin, sem jeg hefi, eru að-
snúin á undirsnúð. Bandið hefir þann kost fyrir selj-
anda, að hann kemst hjá að prjóna, en það er seinlegt
verk, ef það á að vera vel gert, enda efasamt, að prjón-
lesið verði eptir ósk kaupanda. Fái hann bandið, getur
hann látið vinna úr því eins og bezt hagar á hverjum
stað. |>eir, sem jeg sýndi íslenzkt band í Bradford, á-
litu að vel mætti selja það, nema hvað þeim þótti það
nokkuð dýrt, en sokkana leizt þeim miður á. fað voru
svo kallaðir »hálfsokkar», en þá nota fáir eða engir á
Englandi.
fað væri og reynandi, að scnda vandaða dúka og
vaðmál. Dúkar mega gjarnan vera með sauðarlitnum,
ýmist kembt saman svart, grátt og mórautt, eða dúkur-
inn er hafður möskvóttur, eða að eins teinóttur (o: ein-
litt ívafið). Svo má og til reynslu hafa surat litað, eða
litaða ull kembda saman við ólitaða, til að gefa dúkn-
um fallegra útlit. Sje litað og ólitað haft í sama dúk,
þá verður litatilhögun (»Mönster» eða »munstur», sem
sumir kalla), að vera smágerð, svo ekki goti komið