Andvari - 01.01.1886, Síða 151
111
»brigður» eða misþóf, þegar dúkurinn er þæfður, þvílit-
uð ull þófnar minna en ólituð. |>eir, sem ekki geta
hagað litum í dúk svo vel að þeirn líki, geta rakið upp
útleudan dúk, sem þeim líkar, og haga litunum líkt eða
eins, ef hægt er.
f>að er kvartað um það, um föt úr íslenzkum dúk-
um, að þau verði svo óásjáleg, þegar lóin slitnar af þeim.
Útlendir dúkar hafa gjarnast enga ló, og þola því föt
úr þeim miklu lengur þangað til að á þeim sjer. Til
að komast hjá þessu, þarf annaðhvort að pressa lóna
inn í dúkinn eða skera hana af með lóskurðarvjel.
Fyrri aðferðina væri bezt að hafa við einlita dúka, en
þá síðari við mislita. Dúkapressur eru að vísu ekki til
það jeg veit, nema á tveimur stöðum á landinu: hjá
hattara Hansen í Reykjavík; bann litar einnig dúka og
vaðmál; og hjá Gunnari Ólafssyni í Keldudal í Skaga-
firði; hann hefir og lóskurðarvjel. Vel má vera, aðþessi
áhöld sjeu víðar til, en þeir, sem hlut eiga að máli.eru
sjaldnast svo hugsunarsamir, að þoir birti fyrir almcnn-
ingi árangurinn af slíkum tilraunum, og mundi það þó
verða til upphvatningar og fróðleiks fyrir aðra.
Ekki hygg jeg það væri ráðlegt, að lóskera dúka,
er sonda ætti til útlanda, því lóin gerir þá mýkri og
hlýrri, og mundu það einmitt verða helztu meðmæli
þeirra þar, þótt það þyki ókostur hjer.
Ef of mikill gljái er á dúknum, þegar búið er að
pressa hann, svo að blettur sjest eptir hvern regndropa,
sem á hann fellur, þá þarf að væta jafnt allan dúkinn,
og bursta hann á eptir. Við það missir hann mesta
gljáann og sjer ekki eins fljótt á honum, þótt hann mæti
misjafnri meðferð.
J>egar svo fáir geta átt kost á að láta pressa eða
lóskera dúka fyrir sig, þá geta þeir reynt enn eina að-
ferð. Jeg hefi heyrt henni lýst, en veit ekki hvernig
hún hefir reynzt. Hún er þetta: ívaf og uppistaða á
að vera tvinnað, vel spunnið, snúðþjett og snöggt, ívaf