Andvari - 01.01.1886, Side 152
112
jafnsnúðhart og uppistaöa. tegar ofið er, verður að
strengja vefinn svo vel sem hann þolir, vefa ívafinu
rennvotu og vefa svo fast sem mögulegt er, og áhöldin
þola. Pessi dúkur á að verða svo þjettur, að lítið eða
ekki þurfi að þæfa haun, og á honum verður svo sem
engin ló. Betra mundi að reyna petta á mislitum dúk
en einlitum. Ef hann þætti of gisinn, þá væri ekki
annað en þæfa hann. Þó að þá næðist ekki hinn upp-
runalegi tilgangur, er ómögulegt annað en að dúkurinn
yrði vandaður og sterkur.
Jeg álít reyndar að allir ættu að láta það sitja fyrir,
að vinna utan á sjálfa sig. Við það lærist vinnan.
fegar iðnaðinum fer fram, þá er bezt að fara að selja
öðrum. fað er óhyggilegt fyrir oss íslendinga, að ætla
að vinna tóvöru handa öðrum þjóðum, meðan vjer kaup-
um margfalt meira af henni sjálfir frá öðrum löndum.
Jeg jála það fúslega, að vjer getum eigi sjálfir unnið
allt það, er vjer þurfum eða þykjumst þurfa, til klæðn-
aðar vors eins og tízkan er núna sem stendur, en það
er líka víst, að helftina eða meira af því, sem vjer kaup-
um frá útlöndum, gætum vjer veitt oss sjálfir.
I3etta er atriði, sem veita þarf eptirtekt, því að
hver sú króna, sem fer út úr landinu fyrir varningþann,
sem hægt er að afla í landinu sjálfu, er óþörf eyðsla á
eign þjóðarinnar. |>að má telja víst, að það fje nemur
hundruðum þúsunda af krónuro, sem þannig er fleygt í
sjóinn árlega af eign þessarar fátæku þjóðar. Löggjöf
og stjórn getur hjer litlu við ráðið; verzlunin er frjáls.
pað er því eingöngu komið undir ráðlagi einstaklingsins,
hvernig farið er með eign þjóðarinnar; hún er í hönd-
um einstaklinganna, að undanteknu svo kölluðu almanna-
fje, sem alþing og stjórn ræður meðferð á, en það er
mjög lítið í samanburði við liitt. Þetta ætti hver ein-
staklingur að hafa fyrir augum er hann verzlar; hann
ætti að hafa það hugfast, að það fje, sem liann ver til
að borga löndum sínum með (hvort heldur er tóvara eða