Andvari - 01.01.1886, Side 153
113
annað), er fje, sem eptir sem áður heldur áfram að vera
eign þjóðarinnar — afl hennar til að framkvæma það,
er gera skal, það getur eptir stuttan tíma orðið aptur
eign þess, sem áður ljet það af hendi.— Skósmiðurinn í
kaupstaðnum keypti vaðmál af bónda fyrir 10 kr. Litlu
seinna kom bóndadóttirin, sem mest hafði unnið að
vaðmálinu, með þessar 10 kr. og koypti fyrir þær skó
hjá skósmiðnum. Ef skósmiðurinn hefði keypt útlendan
dúk, en ekki íslenzkt vaðmál, þá hefði hann ekki fengið
markað fyrir skóna sína, bóndinn ekki heldur fyrir vað-
málið óg bóndadóttir hefði setið hcima atvinnulaus og
skólaus, en krónurnar aldrei orðið landi eða þjóð til
nokkurs gagns. ■
Reyndar dettur mjer ekki í hug, að búast við svo
mikilli föðurlandsást hjá einstaklingunum, að þeir kaupi
af löndum sínum til þess að skaðast sjálfir, þótt það væri
aldrei nema framsýn eigingirni, rjettur og sljettur bú-
hnykkur, en jeg ætlast til þess, að þeir láti landa sína
sitja fyrir, ef þeir bjóða jafngóð kaup eða betri. Mjer
mun verða svarað því, að íslcnzk tóvara sje jafnast dýr-
ari en útlend, en þetta er allopt rangsjeð. l?að erfarið
eptir því, hvað alinin kostar, en ekki tekið tillit til heil-
næmis og haldgæða; þeir kostir eru sjaldnast metnir
eins og þeir eru verðir.
Jeg get ekki skilið svo við þetta mál, að jeg ekki
minnist sjerstaklega á heimilisvinnuna. Hún er þess
verð fyrir íslendinga, að henni sje veitt meiri eptirtekt
og uppörvun en verið hefir að undanförnu. í öðrum
löndum, sem eru 200 sinnum eða allt að 300 sinnum
þjetthyggðari en ísland, er heimilisvinna álitin einhver
sá vissasti grundvöllur undir hagsæld þjóðanna. Ef
þetta á sjer stað með þær þjóðir, sem búa í hinum
Andvari XII.
8