Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 154
114
þjettbyggðu löndum Norðurálfunnar, þá á það margsinn-
um fremur lreima um Island og íslendinga.
Á Englandi (með Skotlandi) t. d. búa um 30 milj-
ónir manna, og eru þar um 180 menn á jafnstóru svæði
og einn maður hefir á íslandi. Enska þjóðin á þannig
mjög hægt með að hafa not af samvinnunni, hægt með
að nota þann afar mikla hagnað, sem er að skipting
vinnunnar, hvert verk verður svo vel unnið, en þó ódýrt,
þegar það er unnið í stórum stýl, ekki nema eitt starf
haft fyrir stafni í hverri vinnustofu, og sama verkið unnið
ár eptir ár.
Á íslandi er þessu gagnstætt háttað ; hjer eru svo
sem 5—10 menn á bæ, V2 —1 míla milli bæjaíina ; sam-
vinnan í stórum stýl er því ómöguleg fyrir mestan hlut
þjóðarinnar. Meiri hlut tímans, eða 7—9 mánuði af
árinu, er ekkert hægt að vinna utan húss. jpað er því
auðsætt, að þessi þjóð, fremur en flestar aðrar þjóðir,
hefir þörf fyrir heimilisvinnu eða innivinnu, sem Iíka
má nefna hana, ekki að eins til að forðast iðjuleysi, held-
ur og til að hafa hagnað af henni, lifa á henni að
nokkru leyti.
Yíst er um það, því fer betur, að innivinna eða tó-
vinna er töluverð í landinu. í sumum sveitum er mest
af fatnaðinum, eins sjaldhafnarfötum, unnið á heimil-
inu. Fyrir skömmu síðan var og töluvert lagt inn af
prjónlesi; það var þjóðinni til nokkurs hagnaðar en lít-
ils sóma, því að það var ekki svo vel unnið sem skyldi;
það mun nú fremur fara minnkandi. í sumum sveitum,
einkum við sjávarsíðuna á Suðurlandi, mun aptur á móti
fremur lítið um tóvinnu. Það er leitt til þess að vita,
ef lítil eða engin not verða að öllum þeim tíma, sem
eigi er varið til sjóróðra, eða til þess, að hirða um afla
og veiðarfæri.
jpetta má ekki við svo búið standa. Mál þetta er
miklu meira vert, en almenningur gerir sjer 1 hugar-
lund. Jeg hygg það eigi með rjettu nafnið »velferðar-