Andvari - 01.01.1886, Side 156
116
liorf, sem Magnús uppliaflega ætlaðist til, lítur út fyrir,
að það gæti orðið til mikilla bóta; því að jafnvel eins
og stendur, þykir það töluverður hagur að láta Magnús
kemba, en spinna lopana á rokk heima hjá sjer.
Um sama leyti og Magnús fórarinsson keypti sína
vjel, keypti maður nokkur á Austfjörðum kembivjel.
Mjer er ókunnugt um árangurinn þar. Fyrirtæki ís-
íirðinga í þessa átt er í byrjun.
Jeg heíi heyrt þess getið, að Gunnar Ólafsson í
Keldudal, sem fyrr er nefndur, hati fengið frá útlöndum
vefstól, sem bæði er fljótlegra að vefa í en venjulegum
vefstólum og líka hefir fleiri sköft, svo vefa máíhonum
margbreyttari vígindi (eða vend, sem kallað er á Suður-
landi).
þ>á er annað atriðið, að útvega markað fyrir íslenzka
tóvöru, og hefi jeg þegar drepið á, hversu erfitt það er.
Hjer skaljeg bæta við einni athugasemd um það, hvernig
reynandi væri að útvega markað.
Maður nokkur, sem nefndur er Prof. Dr. Jaeger
(Jeger), kennir það, sem annars flestir vita, að ómissandi
sje heilsunnar vegna, að hafa ull í nærfötum öllum.
Undir stjórn hans eða umsjá er verksmiðja, ein eða
fleiri, þar sem nærföt eru búin til úr góðri, ósvikinni
sauðaull. Þessi nærföt fengu verðlaunapening úr gulli
á sýningunni í London 1884, og miklu víðar hafa þau
fengið verðlaun. Pað er komið mikið orð á vöruna; hún
er seld víða um lönd, og fyrirtækið borgar sig vel.
þ>að væri vert að taka Dr. Jaeger til fyrirmyndar,
hvað verzlunaraðferðina snertir. íslendingar geta þó
boðið vöru úr ósvikinni sauðaull. Varan þyrfti að vera
vönduð og vinnan á henni svo lík um land allt, að hún
líktist sem mest verksmiðjuvinnunni. Hún þyrfti að
koma á sem flestar sýningar í öðrum löndum — í einu
orði, það yrði að gera alt, sem liægt væri, til þess að
koma á hana góðu orði fyrir þá kosti, sem hún hefir í
raun og voru. Taka þyrfti upp fyrir bana verzlunar-