Andvari - 01.01.1886, Side 157
117
merki (trade mark), en af því leiddi, að hún þyrfti að
koma öll á einn stað og flokkast; þar yrði verzlunar-
merkið sett á haoa, nema á það, sem ekki gæti verið
með, vegna einhverra galla.
í petta sinn skal jeg ekki fara nákvæmara út í fyr-
irkomulag þessa fyrirtækis, en sje það á annað borð
framkvæmanlegt, sem mjer þykir mjög líklegt, þá er það,
ef til vill, eina ráðið til þess, að fá nokkur vinnulaun
fyrir íslenzka tóvöru á útlendum markaði.
Iðnaðarsýningar mundu og styðja að því, að koma
távinnunni í betra horf. Á þær á að koma alls konar
vel unnin tóvara, sem getur verið til fyrirmyndar. Og
það er ekki nóg, að hægt sje að sjá þessi fyrirmyndar-
sýnishorn fjórða hvert ár, eða sjaldnar, í Keykjavík.
Þau ættu helzt að liggja til sýnis á sem flestum stöðum
á landinu, þar sem margir ættu liægt með að sjá þau.
Svo þyrfti að yngja þau upp, smátt og smátt, eptir því
sem iðnaðinum færi fram, og tízkan breyttist. Með
þessum stöðugu sýningum mætti vinna mikið gagn.
Einkum ættu þær að hjálpa til að koma því samræmi
á tóvinnuna, sem nauðsynlegt væri, ef fyrr greind verzl-
unaraðferð væri reynd með tóvöruna.
Loksins er það elcki nóg að fá að sjá, hvernig varan á
að vera. Tilbúningurinn er opt svo vandasamur, að
hann lærist ekki, nema með verklegri ælingu, jafnframt
tilsögn annars, sem betur kann. I5að er með öðrum orð-
um að segja : iðnaðarkennsla er nauðsynleg í landinu.
Kvennaskólarnir eru að nokkuru leyti iðnaðarskólar,
hvað tóvinnuna snertir. Þó mun ýmislegt vanta þar,
sem nauðsynlegt er að kunna til tóvinnu. Yefnaður, t.
d., mun ekki konndur þar, enda er hann fremur karl-
mannaverk. Hann lærist þó ekki tilsagnarlaust. Fleira
mundi þannig mega telja, sem heyrt gæti undir iðnaðar-
skóla, fyrir utan það, að hann ætti jafnframt, að geta verið
skóli fyrir handverksmenn, líkt og á sjer stað í öðrum
löndum. Jeg býst hins vegar við, að alþingi vilji ekki