Andvari - 01.01.1886, Page 158
118
leggja fje til iðnaðarskóla, svona fyrst um sinn, svo að
hver verði að læra verk, eins og hingað til, á þann hátt,
sem hann getur bezt, af sjálfum sjer eða öðrum.
Nú sem stendur er útlitið með verð á allri íslenzkri
vöru, tóvöru og annari, eitthvert pað óálitlegasta, sem
lengi hefir verið, og útlitið innan lands eins, harðindi
og fiskileysi. Ef ekki raknar fram úr með þetta því
fyrr og betur, þá er helzt útlit fyrir, að neyðin muni
bezt kenna oss að spinna úr ull vorri í fatnað utan á
oss. Að oins vildi jeg óska þess, að vjer skildum tákn
tímanna, og lærðum að spinna, kæmum upp klæðnað-
inum, áður en klæðleysið gerir út af við oss.
5. TÓTinnuvjelar.
Nálægt Manchester á Englandi er lítill bær, er Old-
ham heitir. þ>ar er fjelagið Platt Brothers & Co. Limi-
ted. fað er stórt fjelag, hefir 9000 manna í þjónustu
sinni, og býr til margs konar tóvinnuvjelar. fangað fór
jeg 26. okt., sem fyrr er sagt, afhenti meðmælingar-
brjefið o. s. frv.
Sá, sem jeg átti einkum tal við um vjelarnar, heit-
ir Green (frb. Grín). Hann skoðaði sýnishorn þau af
íslenzkri ull, er jeg hafði með mjer, tog, þel og óofanaf-
tekna ull. Jeg kvað einkum unnið úr þelinu, en væri
mikið unnið af ull á einum stað, mundi mega til með
að vinna ullina eins og hún kæmi fyrir. Einkum væru
það smávjelar, sem hægt væri að nota í sambandi við
innivinnuna, og til að ílýta fyrir henni, sem nauðsyn-
legt væri að koma á gang á íslandi.
En Englendingar geta ekki hugsað um heimilisvinn-
una; þeir hugsa vart um aðra vinnu en verksmiðjuvinn-
una, eða önnur verkfæri en vjelar þær, sem þarerhægt
að nota.
Greon spurði, hvað vjelar þessar ættu að vinna og