Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 159
119
livað fínt. Jeg svaraði, að kemba og spinna. Jeg bjóst
ekki við, að álitlegt þætti að byrja á því, sem meira
væri. Fínleikann miðaði jeg við þráð, sem hafður er
til vefnaðar hjor á landi. í*á þurfti að íinna með reikn-
ingi mælikvarða þann, er Green vildi hafa, það er að
segja, hve margar enskar álnir eða yards af þræðinum
þurfa í einn draclim (frb. dramm), en 256 drachms taldi
hann í ensku pd. Jeg taldi enskt pd=90 kvint; 100
enska þml. jafna 97 dönskum þuml., en 36 enskir þml.
eru í 1 yard. Okkur taldist svo til, að um 23% yard
þyrfti í 1 drachm af þræði þeim, sem jeg áleit að þyrfti
að spinna fínastan. |>á eru um 9726 danskar álnir í
dönsku pd. Úr því má vefa 6 áln. 16 þml. af óþæfðu
vaðmáli, hafa 1400 þræði á vefnum, og gera ráð fyrir,
að þráðurinn hafi stytzt um 4% í vefnaðinum. Gróf-
astan þráð taldi jeg hálfu grófari en þennan, eða 11—12
yards í drachm. J>að er svo kallað hálfmerkurtó, eða
að 4 álnir óþæfðar fást úr einu pd. af þræði og mega
þá vera rúml. 1160 þræðir á vefnum.
Green bauðst til að gefa mjer áætlun um, hvað
vjelar þessar mundu kosta, en þegar jeg komst að því,
í hvað stórum stýl hann hugsaði sjer þetta verksmiðju-
fyrirtæki — hann vildi beina því í þá áttina — sagði jeg
honum, að jeg byggist ekki við að því yrði sinnt á
íslandi, eða að minnsta kosti gæti jeg alls ekki lofað
því, að þessar eða aðrar tóvinnuvjelar yrðu pantaðar hjá
fjelaginu. Ef hann vildi hafa fyrir því, að semja áætl-
anina upp á óvissu eina, þá þætti mjer betra að geta
auglýst hana á íslandi, ef einhver vildi reyna þetta.
Ef það kæmi fyrir að pantaðar yrðu tóvinnuvjelar
hjá fjeiaginu, áminnti Green um, jafnframt að senda
sýnishorn : af ullinni, sem vinna á í vjelunum, af
bandi, þræði og ívafi öðru eins og því, sem þær eiga
að spinna, og jafnvel af dúk eða prjónlesi líku því,
sem á að nota bandið í. Einkum er samt áríðandi, að
mesti og minnsti fínleiki bandsins sje hjer um bil á-