Andvari - 01.01.1886, Side 160
120
kveðinn. Ef nota skal vatn til að hreyfa vjelarnar, eins
og jeg taldi víst, þá þarf jafnframt að kaupa vatnsvjel
(á ensku turbine, frb. tör‘-bæn). Fjelagið (Pl. B. & Co.)
býr þær ekki til, en mundi kaupa vatnsvjel, sem hent-
aði. J>á þarf fjelagið að vita uokkurn veginn nákvæm-
lega vatnsmagnið, það er að segja: hve mörg tenings-
fet renna fram á mínútunni í læk þeim, er hreyfa skal
vjelarnar, og þann halla eða fall vatnsins, sem að not-
um getur orðið til þess. Eptir þessu hagar fjelagið sjer
með stærð og lögun vatnsvjelarinnar. Green kvað það
venju fjelagsins, þegar keyptar væru af því verksmiðjur,
að láta menn fylgja til að setja þær niður, og skiljast
þeir þá eigi fyrr við, en kaupandinn og menn hans eru
einfærir um að stjórna. Hann kvað þá fjelaga hafa farið
með tóvinnuvjelar til ólíklegri staða en ísland væri, t.
d. inn í mitt Rússland, hátt upp í fjöll Indíalands og
víðar ; taldi ekkert á móti því, að þetta væri reynt á
íslandi; þess konar fyrirtæki hefðu víða borið góðan
árangur, þótt óvænlega hefði horfzt á með þau í fyrstu.
Hann sýndi mikla alúð og vilja á að komast í skiln-
ing um allt, sem að þessu laut og jeg þurfti að gera
honum skiljanlegt, og kvað það reglu þeirra fjelaga, að
gera öllum jafnhátt undir höfði með áheyrn og af-
groiðslu, þótt ekki væri allstaðar sama von um hagnað
af viðskiptum.
|>egar jeg var í Leith, barst mjer áætlun frá fjelag-
inu um kostnað við kembingu og spuna með vjelum,
uppdráttur (teikning) af húsi og skrá (Catalogue) með
myndum yfir vatnsvjelar. Jeg hafði ekki tíma til, að
lesa þetta með eptirtekt, áður en jeg fór frá Granton.
Jjegar jeg kom til Reykjavíkur, skrifaði jeg fjelaginu, og
hað um ýmsar nákvæmari upplýsingar, þar á moðal, hvað
vatnsvjelin mundi kosta, ef vatnið væri 500 teningsfet
á mínútu og fallhæðin 15 fet. Jeg vildi nefna þessar töl-
ur til þess að hafa eitthvað að miða við. Með næstu
póstskipsferð fjekk jeg svar frá fjelaginu.