Andvari - 01.01.1886, Side 162
122
Á áætlun fjelagsins stendur enn freraur 1 þæiivjel
8terl. 40 — 720 krónur.
Vatnsvjelin er miðuð við fyrrnefnt magn og fallhæð
vatnsins, en hún verður dýrari ef vatnið er minna eða
fallið minna; svo vantar og allar leiðslupípurnar, því að
ómögulegt var að gizka á, hvað þær þyrftu langar.
þ>essi vjel hefir IOV2 hestafl. Væri vatnsmagnið 640
teningsfet á mínútu, þá hefði hún 14 hesta afl. Hana
má hafa til að hreyfa hverjar aðrar vjelar, sem vera
skal.
Helgi snikkari Helgason í Reykjavík gaf mjer laus-
lega áætlun um húsið. fað á að vera 32 ál. langt,
24 ál. breitt, 4 ál. á hæð undir þakbrún, lagt tvöföld-
nm borðum og pappi á milli, málað utan og innan, með
járnþaki, grunni, gólfi, lopti (með rúmi til geymslu), 4
ofnum, 18 gluggum 0. s. frv. Ekki er gert ráð fyrir
flutningi á neinu efni til hússins.
Allur kostnaður við fyrirtæki þetta yrði meiri, ef
það væri stofnsett fjarri höfn. En hjer kemur svo
margt til álita, að ómögulegt er að gera nákvæma á-
ætlun.
Vjelar þessar, segir fjelagið, geta kembt og spunnið
150 pd. ensk á dag eða 45,000 pd. (rúm 40,000 pd. dönsk)
yfir árið, 300 vinnudagar, 10 tíma vinna á dag; fínleiki
bandsins að meðaltali 18 yards á drachm. Þá eru um
7,450 áln. í dönsku pdv en úr því þráðarpd. má fá 5% al.
afóþæfðu vaðmáli, ef 1,300 þræðir eru hafðir á vefnum.
Ef gert væri ráð fyrir að í þessi rúm 40,000 pd. af
bandi þyrftu 80,000 pd. af óofanaftekinni ull, þá er það
þó ekki nema x/i6 Partui' af aiin uil, sem árlega er flutt
frá íslandi, svo nóg er eptir til handvinnunnar.
Ef einhver vildi vita nákvæmara lýsing þá af vjel-
unum, sem er í brjefum og uppdráttum fjelagsins, þá er
jeg fús á að gefa þær upplýsingar í þessu efni, sem jeg
get í tje látið.
Sumir kuima að segja, að ef svona lagað fyrirtæki