Andvari - 01.01.1886, Qupperneq 163
123
kæmist á stofn, þá mundi það eyöiloggja heimilisvinn-
una, en jeg álít að það gæti aukið hana að sumu leyti.
Ef t. d. sú aðferð væri höfð, að taka togið ofan af allri
ullinni, sem unnin væri, þá yrði það heimilisvinna. Ef
110,000 álnir vaðmáls væru ofnar úr öllu, sem spunnið
væri, þá gætu 110 menn haft atvinnu við að vefa 1000
álnir hver yfir veturinn.
Ef íslenzk tóvara, hvort heldur handunnin eða vjel-
unnin, gæti á annað borð orðið útgengileg á útlendum
markaði, þá þarf vart að óttast fyrir, að hún gangi ekki
út, það er að sldlja, það þarf ekki að óttast fyrir, að
hún offylli markaðinn, því að íslenzk framleiðsla er svo
smávaxin, að hún nær því hverfur, í samanburði við það,
sem íjölmennu þjóðirnar afkasta.
Af öðrum vjelum, er til tóvinnu heyra, skal jeg
nefna prjónavjel eina, er jeg sá í Bradford. Það er hring-
prjónavjel, nýendurbætt og því fullkomnari enþær eldri.
Með öllum áhöldum sem fullkomnustum kostar hún
sterl. 12 pd. 15 sh. eða kr. 229,50 þar á staðnum. í
henni má prjóna á dag 18—30 pör sokka. Þeir mega
vera sljettir eða riQaðir eptir vild. Ekki þarf að
taka nálarnar úr til að breyta rifjunum, og að eins er
notuð ein tegund af nálum. í henni má prjóna fit,
hælstall og totu, svo ekkert þarf við að gera á eptir
annað en að læsa totunni, eða lykkja hana saman ofan
á eða neðan á tánni. Taka má úr og auka út eptir
vild. Hún prjónar beinlínis úr hespunni, svo ekki þarf
að hafa fyrir að spóla. Yilji kaupandinn vera án þess
áhalds og spóla sjálfur, þá kostar vjelin ekki nema 198kr.
Á henni er bjalla, sem hringir ef hnútur eða aðrir gall-
ar eru á bandinu; auðvelt er að læra áhana og hún er
lítil fyrirferðar. í henni má prjóna peisur, skyrtur og
brækur, en það sem stærra er en sokkar, þarf að setja
saman.