Andvari - 01.01.1886, Side 164
124
Ef einhver vildi kaupa prjónavjel, þá hygg jeg, að
þessi rnundi verða einhver sú hentugasta. Samt er ekki
vert að kaupa hana, fyrri en vissa er fengin fyrir því,
að hægt sje að prjóna á hana rokkspunnið band, og nota
hana af þeim, sem að eins hafa vanizt prjónavjelum, sem
eru nokkuð öðruvísi byggðar. Þessi prjónavjel er kölluð
áensku Jabez Smitli's „ Universal" Knitting Machine,
og fæst hjá Jabez Smith, 82, Upper Godwin Street,
Bradford, Yorkshire, England.
Enn sá jeg handvefstól, er jeg áleit, að reynandi
væri að nota hjer, því miklu fijótofnara er í honum en
þeim, er hjer tíðkast. En síðan heti jeg frjett, að vef-
stóll sá, er fyrr nefndur Gunnar Ólafsson hefir nú,muni
vera áþekkur eða betri, svo að það væri víst rjettara að
taka hanu til fyrirmyndar.
Ilafnarfiröi, í febrúar 1886.
í vetur Bem leið, átti jeg tal við ýmsa merka menn um
tóvinnuvjelar þær, sem eru nefndar hjer að framan. Fyrir-
tækið pótti þess vert, að jeg legði raeiri stund á að gera á-
ætlanina greinilega en jeg hafði gert. Jeg skrifaði því Platt
Brotliers & Oo. með marzferð póstskipsins, og bað um nákvæm-
ari upplýsingar. Svar fjekk jeg 30. apríl, og er þar meðal
annars þetta: þoir senda vjelfræðing með vjelunum til þess
að setja þær niður, og hann getur verið hjer um tíma til að
veita nauðsynlega tilsögn. Maður þessi á að fá ókeypis far af
öðrum flokki báðar leiðir, bústað meðan hann dvelur hjer, og
hjer um bil 4‘/2 pd. sterling (81 kr.) í kaup um vikuna, 57*/2
klukkutima vinnu. Kostnað þann, er af þessu leiðir, verður
að leggja við stofnfjeð. Til að starfa við vjelarnar, ætla þeir
þurfa: þrjá karlmenn, fjóra kvennmenn og þrjá smádrengi eða
stúlkur, auk þeirrar vinnu, sem kann að ganga til þoss að búa
ullina undir, taka á móti henni og senda burtu það, sem unnið
hefir verið í vjelunum o.s. frv. Svo yrði og nokkur reiknings-
færsla og brjefaslcriptir. Hver, sem vill, getur sjálfur gert á-
ætlun um, hvað þetta muni kosta í krónutali.
Reykjavík, 7. maí 1886.
Kr. J.