Andvari - 01.01.1886, Page 166
126
bungunni við Vonarskarð ganga móbergslijallar upp af
Gæsavötnum, allir tættir sundur af jarðeldum, og mynda
breiðan háls, er gengur til suðausturs í Trölladyngju;
báls þennan kallaði eg Dyngjuháls; er vesturbrúnin brött,
en austur af ballar jafnt og þétt niður að Kistufelli; er
hálsinn nærri 4000 feta hár, þar sem hann kemur undan
jökulbrúninni. Dyngjuháls er svo sem byrjun á bæða-
dragi því, sem gengur um ödáðahraun þvert til norð-
austurs, og hallast landið frá þessum mænirás á báða
vegu. Trölladyngja (4752 fet) hefir myndazt af eldgos-
um á vesturbrún Dyngjuháls og hlaðizt upp í breiða
hraunbungu; dyngjan rís rúm 2000 fet upp af hálendi
því, sem hún stendur á, en er nærri 2 mílur að þver-
máli. Hér og hvar standa móbergskambar og smánýp-
ur upp úr hraununum á Dyngjuhálsi og utau til við
ræturnar á Trölladyngju, og stefna kambar þessir allir
til norðausturs; þessi aflöngu fell eru flest milli Kistu-
fells og Trölladyngju; ganga þau þar jafnhliða í röðum
austan við rætur dyngjunnar allt norður að Dyngju-
fjöllum. príhyrningur er einna stærstur af fellunum við
Trölladyngju; er hann norður af fjallinu og hraunstraum-
ar milli hans og Dyngjufjalla hinna fremri. Kistufell,
sem er um 4800 fet á hæð, má telja sem lið í hinu
sama fjallakerfi. Björn Gunnlaugsson sá reyki þar inn
af á jöklinum 1838, og kallaði það fyrst Reykjarfell;
ekki varð eg var við neina gufu í nánd við þetta fjall.
Urðarháls er sjálfstæð breið dólerítbunga útnorður af
Kistufelli ; norðaustur af hálsi þessum eru nokkur smá-
fell eða hólar milli Dyngjujökuls og Dyngjufjalla.
Norðaustur af Trölladyngju heldur hæðahryggurinn
áfram til Dyngjufjalla og er skammt á milli. Dyngju-
fjöll eru hin langmesta fjallaþyrping í Ödáðahrauni; hef-
ir þar upprunalega að öllum líkindum verið geysimikil
og há, flatvaxin móbergsbunga, en við eldsumbrot hefir
orðið mikið jarðrask; hefir miðhluti fjallanna sokkið og
Askja orðið til eins og grunn skál í fjöllunum miðjum.