Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 167
128
Dyngjufjöll eru að meðaltali 4500 fet á hæð og lykja
um Öskju á alla vegu; þ<5 dalur þessi sé stór og hrika-
legur í sjálfum sér, þá er hann þó að eins grunn hvylft,
þegar dýpt hans er borin saman við hæð og stærð fjall-
anna. Hálendi það og hraunkambar, sem tengja saman
Trölladyngju og Dyngjufjöll, liggja svo hátt, að suðvest-
urbrún Dyngjufjalla sýnist eigi há frá Trölladyngju, en
að suðaustan rísa fjöllin upp frá söndunum geysihátt;
þó eru þar ýms felladrög fram með aðalfjallgarðinum;
spretta þar upp lækir þeir, sem falla í Dyngjuvatn.
Suðvestur úr Öskju er lítið op, og hafa um það fallið
hraun suður á ávalann milli fjallanna og Trölladyngju.
Suðausturrönd fjallanna upp af jarðfallinu í öskju er
þunn, en þar rísa háir tindar á brúnunum. Norður-
brúnir dalsins eru breiðastar og jökull sumstaðar í hvylft-
um og Iautum, en fyrir neðan breiður hjalli niður að Út-
bruna, hraunsléttunni miklu norðan til í Ódáðahrauni.
Á hjalla þessum eru hnúkar og hryggir upp að aðal-
fjöllunum, sprungur margar og hraunforsar. Hjallar
þessir eru um 800 fetum hærri en hraunsléttan fyrir
neðan. Upp frá Útbruna er hvylft upp í gegn um hjall-
ana og upp af henni Jónsskarð upp í Öskju; standa
Vegahnúkar á bjöllunum áður en kemur upp í skarðið.
Fyrir vestan Dyngjufjöll og fráskorin þeim er allstór
flöt fjallbunga, Dyngjufjöll ytri; þau eru jafnhá undir-
hlíðum aðalfjallanna, en eg fekk eigi tíma til að skoða
þau. Austur úr norðurbrún Dyngjufjalla gengur hálsa-
rani (Öskjuháls), 2900—3000 fet á hæð, norðanvert við
austuropið á Öskju; fremstu fellin á hálsi þessum eru
hæst og sjást langt að norðan. Frá norðausturborni
fjallanna ganga raðir af fellum og eldgígum norðaustur
í Kollóttu-Dyngju; hafa hraun hlaðizt þar mjög hvert
á annað ofan, svo hæð þessara hryggja er jafnmikil og
hæð austustu undirhlíðanna, og sumstaðar meiri.
Norðaustur af Dyngjufjöllum taka fjallahryggirnir
nokkuð aðra stefnu; aðalhæðirnar ganga frá suðri til