Andvari - 01.01.1886, Page 168
128
norðurs; verða þá Herðubreiðarfjöll nokkurs konar áfram-
hald Dyngjufjalla-hálendisins, þótt þau hafi dálítið norð-
lægari stefnu. Beint þaðan í suður eru ýms sundurlaus
fjöll, allt upp í jökul. Ganga Kverkfjöll fram úr jöklin-
um eins og geysimikill höfði; þau eru efiaust yfir 5000
fet á hæð ; frá þeim ganga Kverkhnúkar í mörgum röð-
um til norðausturs milli Kreppu og Jökulsár; eru það
allt háar og hvassar möbergsstrýtur, en þar norður af
eru breiðar melabungur og verða sumar að allmiklum
fjalladyngjum, t. d. eins og Fagradalsfjall við ármót
Jökulsár og Kreppu; fyrir austan Kreppu eru mörg öldu-
mynduð fjöll með dalhvylftum á milli, og veit eg ekki
nöfn á þeim, enda kom eg ekki austur fyrir þá á. Fyr-
ir austan Jökulsá, þar sem Svartá fellur í hana, er Vað-
alda, allstórt fjall bunguvaxið, eigi ósvipað Fjórðungsöldu
á Sprengisandi ; kring um Vaðöldu eru miklir sandar,
allt norður undir hraunin, er runnið hafa fram hjá
Herðubreið austur að Jökulsá. Þar eru tveir tindar
saman á sléttuuni austur við ána ; þeir eru hvassir og
uppmjóir og hamrar austan í þeim ; þá kallaði eg Upp-
typpinga; þeir sjást langt að og blasa við bæði úr
Hvannalindum og Herðubreiðarlindum.
Á suðurenda Herðubreiðarfjalla er Kollótta-Dyngja;
hefir hún hlaðizt upp á syðstu móbergshryggjum fjall-
anna; fyrir norðan haua tekur við hátt móbergsfjall með
tindum og sprungum; það er rúm 4000 fet á hæð og
einna hæst í Herðubreiðarfjöllum; kölluðum við það
Eggert (eptir Eggerti Olafssyni); norður af þessu fjalli
taka við lágir hálsar eldbrunnir; mynda þeir olnboga
vestur á við, en svo ganga aðalfjöllin norður og austur,
og bækka aptur; skiptast þau þar í tvo jafnhliða fjall-
garða, en nyrzt eru viðlaus fell og fjallhryggir. Nyrztu
eggjarnar á Herðubreiðarfjöllum eru um 2800 fet yfir
sjávarmál. Kerlingardyngja og Ketildyngja eru breiðar
eldfjallabungur, sem myndazt hafa á móbergshryggjum
jafnhliða Herðubreiðarfjöllum; fjallhryggir þessir eru nú