Andvari - 01.01.1886, Síða 169
129
að mestu leyti liorfnir undir hraunum, nema hvað mó-
bergskollar og tindar standa hér og hvar upp úr; syðst
í Kerlingardyngju eru Hvammfjöll, margir tindar og
smáir; suður af þeim eru einstakir hdlar í hrauninu
(Fjárhólar); norður af Fremrinámum eru tveir móbergs-
tindar í sömu röðinni, og lengra norður frá Skóga-
mannafjöll, sem auðsjáanlega eru áframhald af sömu
hryggjunum. Ketill og Kerlingardyngja liggja nokkru
hærra en nyrztu ranar Herðubreiðarfjalla; Kerling um
3500 fet. Norður og austur af Katli og Herðubreiðar-
fjöllum taka við slétturnar á Mývatnsöræfum, með ótal
gjám og gígaröðum.
Norður af Dyngjufjöllum er Odáðahraun ein sam-
felld hraunslétta; takmarkast hún að austan af Herðu-
breiðarfjöllum, að norðan af nokkrum flatvöxnum, há-
um fjöllum : Sellandafjalli (3193'), Bláfjalli (3901'), og
Búrfelli, sem er um 3500 fet á hæð. Milli Búrfells og
Bláfjalls er Búrfellsfjallgarður, aílangur og flatvaxinn;
hann er rúm 2500 fet á hæð, og er Heilagsdalur milli
hans og hálsanna, er úr Bláfjalli ganga. Hraunsléttan
norður af Dyngjufjöllum hallast mjög lítið; frá Dyngju-
fjöllum niður að Suðurá er ballinn 0° 20' 38", frá
austri til vesturs (frá Kollóttu-Dyngju að Suðurá) 0°
44' 50".
Tungnafellsjökull eða Fljótsjökull er laus við Yatna-
jökul, og er Vonarskarð á milli; skarðið er rúm 3000
fet yfir sævarmáli, í því sandar og aurar og margar smá-
kvíslar beggja megin; þar er vatnaskil milli suðurlands
og norðurlands. Skarðið er mjótt um miðjuna, og í
því Tindafell, sem er miklu minna en það er sýnt á
Uppdrætti íslands. Fljótsjökull er lítil hjarnjökulbunga;
hvílir jökullinn á fjallaþyrpingu úr móborgi, og ganga
tindaraðir suður og norður undan honum; eru þeir tind-
ar, er suður ganga, miklu fleiri; hár og hvass tindur er
fast fyrir norðan jökulbreiðuna; sést hann víða að, og
Andvari XII. 9