Andvari - 01.01.1886, Side 170
130
er hér um bil jafnhár jökulbungunni. Tungnafellsjökull
mun vera nærri 5000 feta hár; hann er allbrattur niður
að Skjálfandafljöti, en að vestan og sunnan eru undir-
hlíðar töluverðar; þar er Nýidalur, sem byggðamenn opt
hafa komið í. Suður- og vesturhluta Fljótsjökuls þekki
eg ekki nema af sögusögn. Úr vesturhluta jökulins renna
kvíslar í Újórsá, en til norðurs Jökulfall í Skjálfanda-
fljót.
Til þess að fá hugmynd um hæðahlutföllin í þess-
um héruðum, gerði eg sumarið 1884 allmargar hæða-
mælingar1, og set hér hinar helztu:
Bláfjall...................................... . 3901 fet
Brúsatjörn......................................1281 —
Byrgi (bær nálægt Ásbyrgi) (2)...................102 —
Dettifoss (hæð Jökulsár fyrir ofan fossinn yfir sjó) 969 —
Dyngjufjöll:
Á barmi jarðfallsins í Öskju við vikurgíginn 3532 —
Op Öskju.................................... 3279 —
Öskjuháls (fyrir norðan op Öskju, fyrir aust-
an sjálf aðalfjöllin) (2)................. 2977 —
]) Hæðamælingar þessar liefi eg reiknað eptir loptþyngdar-
og liita-atlmgunum; hefi eg við hverja hæðamælingu farið eptir
athugunum, sera gerðar voru jafnsnemma á Akureyri, í Gríms-
ey, á Berufirði og í Vestmanneyjum; fékk eg athuganir þessar
hjá veðrafræðisstofnuninni í Kaupmannahöfn. Herra V. Wil-
laume-Jantzen hefir gert mér þann greiöa, að gera jafnþyngd-
arlínurnar (isobarerne) allar, er þurftu; hann hefir og „inter-
polerad11 fyrir þær athugunarstundir mínar, sem ekki féllu sam-
an við athugunarstundir á hinum fyrnefndu stöðum. Verkfæri
mín hafa verið reynd undan og eptir á veðrafræðisstofnuninni
í Höfn, og „aneroid-barometer" mitt bar eg opt um sumarið
saman við kvikasilfur-barometer á Akureyri, sem veðrafræðis-
stofnunin á. Stundum hefi eg mælt sama staðinn margsinnis,
og tekið meðaltal af mælingunum; hefi eg sett tölu mæling-
anna í sviga, en engin tala stendur þar sem að eins einu sinni
hefir verið mælt. Á uppdrætti þeim, er hér fylgir, eru sum-
staðar tölur, er tákna fjallahæðina í metrum, en ekki fctum.