Andvari - 01.01.1886, Page 173
133
hefir nærri helmingi minni mælikvarða en uppdráttur
Bjarnar Gunnlaugssonar; þar er mælikvarðinn Visoooo'
hér 7800000- Rauða strykið sj’nir ferðina.
Ár og vötn. Sjálft Ódáðahraun er vatnslaust; þar
sígur hver dropi niður gegn um hraun og sand, en út
undan hrauninu koma uppsprettur á báða vegu; einkum
rennur þó vatn það, sem þar fellur úr lopti, vestur í
Skjálfandafljót, því hraunbreiðunum stærstu hallar frá
fjallahryggnum vestur á við. Megnið af vatninu í þess-
um héruðum safnast í tvö aðalfljót, Skjálfandafljót og
Jökulsá, og leita þau eptir halla landsins hér um bil
beint norður til sævar. Skjálfandafljót sprettur upp í
Vonarskarði, 3000 fet yfir sjó, og kemur meginkvísl þess
frá Vatnajökli; frá hjöllunum við Gæsavötn falla í það
tvær ár, Rjúpnakvísl og Hraunkvísl, og norðar margar
ár undan Ódáðahrauni, og hafa þær verið taldar áður;
eru þar fram með braunröndinni mörg lækjadrög og
smápollar, sem árnar koma úr. Að vestanverðu fellur
Jökulfall frá Tungnafellsjökli í Skjálfandafljót móts við
Stóra-Flæðuhnúk; er mér ekki gíöggt um rennsli þess,
því þar hefi eg eigi komið. Hingað til fellur Skjálf-
andafljót uppi á hásléttunni, og er hallinn lítilf, en þá
taka við Fljótsgilin; hefir fljótið þar skorið sig djúpt
niður í hálendið, sem þar er rúm 2000 fet yfir sjó; við
Kiðagil og Hrauná byrjar hinn eiginlegi dalur, og smá-
hallar honum niður að Sandá; er dalurinn við Hraun-
ármynni rúm 1600 fet, en við Sandá 1200 fet yfir sæv-
armáli; síðan kemur enn lægri hjalli eptir að fljótið hefir
gen 1885, b]s. 285—94, 327—39. Eg hefi grun um, að af-
staða hinnastóru jökla á íslandi miðju sé eigi alstaðar fullkom-
lega rétt, hvað lengdarstigin snertir, en full vitneskja fœst eigi
um það fyr en gerð er nákvæm þríhyrningamæling af landinu
öllu; en það verður líklega seint. það ermiklum örðugleikum
bundið, að gera lengdarmælingar í upplendi íslands, af því
ekki er hægt að nota „kronometra11, því gangur þeirra skekk-
ist, ef þau eru flutt á hestum.