Andvari - 01.01.1886, Page 174
134
brotizt gegn um Hrafnabjörg; þar er Aldeyjarfoss fyrir
neðan. Botninn á Bárðardal liggur um 1000 fet yfir
sæ, og hallar honum smátt og smátt niður á við; fyrir
ofan Ljósavatn er Goðafoss, og fyrir neðan hann niður
undan Fljótsbakka er fljótið eigi meira en 150 fet yfir
sævarmáli, ogþó eru fossar rétt niður við sjóinn: Barna-
foss og Ullarfoss. Yesturbrúnin á Bárðardal heldur sömu
hæðinni, sem hásléttan við Kiðagil, allar götur norður að
Ljósavatnsskarði, en eystri brúnin er miklu lægri1. f*ó
sléttlendi og sandur sé fremst við mynnið á Skjálfanda-
fijóti, þá hefir það þó ekki borið nærri eins mikiðtram
eins og Jökulsá, því að í því er miklu minna af jökulleðju;
þó efstu kvíslirnar komi undan jöklum, þá er þó mikill
hluti íljótsins bergvatn undan Ódáðahrauni. Skjálfanda-
fljót er 24x/2 míla á lengd. Eptir mælingu Hellands
ber Skjálfandafljót nálægt Ljósavatni á júlídegi 3400
teningsfet af vatni á hverri sekúndu. Yatnasvið þess
er rúmar 50 □ mílur.
Jökulsá kemur upp í krikanum milli Kverkfjalla og
Dyngjujökuls, 2500 fet yfir sæ, og er þar þegar vatns-
mikil; nokkru neðar á söndunum falla í hana smákvíslir
undan Dyngjujökli; fellur hún á einum stað hjá Kver-
hnúkarana í kvíslum, og þar er eina vaðið áhennimilli
fjalls og fjöru; fellur Jökulsá síðan í norður og lítið eitt
vestur á við, en rekur sig á Vaðöldu, og verður þá að
beygja austur á bóginn; þar fellur í hana Svartá, mjög
stutt, en vatnsmikil. Á vorin í leysingum fellur að öll-
um líkindum töluverð kvísl fyrir norðan Vaðöldu úr
Dyngjuvatni í Jökulsá. Á móts við Herðubreið og þó
heldur norðar fellur Kreppa í ána; er það mikið vatns-
fall, hér um bil eins stórt eins og Jökulsá sjálf; hún
rennur í mörgum kvíslum hjá Hvannalindum, og er þar
vað á henni, þó illt sé sökum sandbleytu. Jökulsá renn-
1) Af vangá við steinprentunina hefir austurbrúnin á Bárð-
ardal orðið miklu austar á uppdrættinum cn hún á að vera.