Andvari - 01.01.1886, Page 175
135
ur um jafnt hallandi háslcttu alla leið niður að Detti-
fossi; þar er hæðin nærri 1000 fet yfir sjó; þar steypist
áin niður í 400 feta djúp gljúfur, og strevmir hvítfyss-
andi á gljúfurbotninum, uns hún kemur fram úr há-
lendisröndinni hjá Ási í Kelduhverfi; þar er hæðin að
eins 100 fet yfir sjó, og kvíslast Jökulsá um eyrarnar
og undirlendið, sem hún hefir sjálf myndað. Jökulsá
ber fram 14500 teningsfet af vatni á hverri sekúndu á
sumardegi, og færir með sér til sjóar á ári hverju 23J/2
þúsund smálesta af jökulleir, og er þá ótalið allt það
grjót og sandur, er straumurinn flytur fram, og er það
eflaust miklu meira.
Stöðuvötn eru reyndar mörg í þessum héruðum, en
öll mjög smá; til samans eru þau ekki meir en 1V2 □
míla að flatarmáli. Mývatn er langstærst; það sýnist
miklu stærra en það er í raun og veru, af því það er
svo vogskorið, en flatarmál þess er ekki meira en rúm-
lega »/, ferhyrningsmíla; næst því gengur Dyngjuvatn;
það var sumarið 1884 fjórðungi minna en Mývatn, en
það breytist árlega, og þornar, ef til vill, alveg upp á
rnilli; það er ekki annað en stór jökulvatnspollur á
söndunum. Mývatn liggur mitt á stórri hraunsléttu og
kringja fjöll um hana á alla vegu; móberg er undir, en
hraun ofan á; þess eru ótal merki, að landspildur hafa
sokkið við eldsumbrot í þessum héruðum, og Mývatn er
auðsjáanlega komið fram á þennan hátt; hraun er al-
staðar í botninum og vatnið grunnt, 2—3 faðrnar; vatn
hefir safnazt undan hraununum í lægðina, enda má enn
sjá þar margar uppsprettur undan bökkunum. Það er
sagt, að um 100 hólmar og sker séu i Mývatni alls;
eru flestir hólmarnir gamlir eldgígir og sumir grasi
vaxnir. Sandvatn við Yindbelgjarfjall hefir áður verið
áfast við Mývatn, en hefir stíflazt frá því af hraunum,
er síðar hafa runnið. Mývatn og Laxá er ein af aðal-
æðunum, sem veita vatni frá hálendinu. Kráká kemur
úr kílum sunnan við Sellandafjall í Miklamó við rönd-