Andvari - 01.01.1886, Síða 176
136
ina á Ódáðahrauni, og fellur sunnan við Laxá, þar sem
hún rennur úr Mývatni. Á Mývatnsheiði vestur af
Mývatni er heil þyrping af vötnum, öll á líkri hæð yfir
sjó (1100—1300 fet); sams konar vatnaþyrpingar eru á
mörgum öðrum heiðum, þar sem líkt hagar til, t. d. á
Arnarvatsheiði, Jökuldalsheiðum og víðar. Landslag í
kring um þau er alstaðar eins, hæðir og melöldur, en
vötnin aílöng og alidjöp í lægðunum; eru þau að öllum
líkindum leifar eptir jökla á ísöldinni. Hin helztu af
þessum vötnum eru Svartárvatn, Brúsatjörn, Hólavötn,
Sandvatn syðra, Kálfborgarvatn, Arnarvatn og Mársvatn.
Fyrir vestan Skjálfandafljót er íshólsvatn, og suður við
Fjórðungsöldu allstórt vatn, sem þornar að mestu leyti
upp á milli. Sum vötnin, t. d. Svartárvatn, grynnka
mjög af sandfoki sunnan úr öræfum, alveg eins og
Grunnavatn á Jökuldalsheiði. l?að ber stundum við í
miklum sandstormum, að alveg tekur fyrir rennsli Svart-
ár, sem úr Svartárvatni fellur. Af vötnum þessum er
íshólsvatn líldega dýpst; það er talið 50—60 faðma
djúpt; þó berst líka í það mikið af sandi, því allt er
landið hlásið upp þar suður af.
Loptslag. fó ísland sé eigi stórt land og sé um-
girt af sæ á alla vegu, þá er þó töluverður munur á
loptslagi í ýmsum hlutum landsins. Á suðurlandi er
miklu heitara að meðaltali en á norðurlandi ; úrkoma
er auk þess meiri fyrir sunnan en norðau. Með því að
eg ekki veit til þess, að nýlega hafi komið út á Islandi
yfirlit yfir meðalhitann í ýmsum héruðum landsins, þá
set eg hér til samanburðar töfiu (I) yfir meðalhita á ýms-
um stöðum. Eins og allir vita, er árferði á íslandi
mjög mismunandi og stórkostlegum breytingum undir
orpið, og ekkert er til jafnmikils baga og hnekkis fyrir
landbúnaðinn og alla atvinnuvegi, af því menn því mið-
ur sjaldan eru |svo undir búnir, sem skyldi. í fám lönd-
um er jafnmikill munur á meðalhita hinna einstöku ára
og hinna einstöku mánaða á ýmsum árum, og verða