Andvari - 01.01.1886, Síða 177
137
menn því fromur en annarstaðar að vora viðbúnir, ef illt
ber að böndum. Til þess að sýna þenna mismun, set eg
hór töflu (II) yfir minnsta og mesta meðalhita (maximum
og minimum)í hverjum mánuði í Stykkishólmi á árunum
1846—83. Mikill munur er á hitanum á hálendi ís-
lands og á hitanum við strendurnar; á hálendinu miðju
er fastalands-Ioptslag, en eyjalopt út til sævar. f>ví
miður eru því nær engar rannsóknir til um loptslagið
uppi á hálendinu sjálfu. Á Grímsstöðum á fjöllum, er
Jiggja nálægt þeim héruðum, er hér ræðir um (1356
fet yfir sæ), voru nokkrar veðurathuganir gerðar 1881 —
83., og set eg hér til samanburðar meðalhita nokkurra
mánaða þessi ár á Grímsstöðum, Akureyri, í Grímsey og
á Berufirði (III). Af þessari töflu sést, þó hún nái yfir
lítinn tíraa, að sumarhiti og vetrarkuldi eru á hálendinu
að tiltölu meiri en við strendurnar.
Af því Ódáðahraun liggur svo hátt (1600—3000 fet
y. s.), er veðurlag þar fremur ilit og kalt. Úrkoma er
fjarskamikil á Vatnajökli, og þar eru sífelldar snjóhríð-
ir; vatnsgufur miklar stíga upp af halinu við suðaust-
ur-jaðar landsins, afþvíað lieitir og kaldir hafstraumar
berjast þar í sífellu, og hafísinn, er rekur norðan að,
bráðnar; mikill hluti af gufum þessum þéttist á hjarn-
bungum jöklanna og verður að snjó. Á Berufirði er
regnhæðin á ári að meöaltali 41 þuml., en i Grímsey,
sem þó liggur úti í hafi, tæpir 17 þuml. Úrkoman er
að öllum líkindum töluvert meiri á Vatnajökli sunnan-
til en á Berufirði, af því jökulkúpan dregur til sín regn-
skýin ; úrfelli er því mest syðst í Ódáðahrauni, en
verður því minna, sem norðar dregur ; veðurlag er því
skárra norðantil en suðurfrá. Hæð snælínunnar breytist
af sömu orsökum. Sunnanstormarnir rétt fyrir norðan
Vatnajökul eru fjarskalega harðir; hefi eg áður sagt frá
því, hvernig klettar og klappir eru fægðar af smástein-
um og roksandi, er yfir þá skefur í ofsaveðrum. Meðan
eg var að ferðast um suðurhluta hraunsins, voru úrkom-