Andvari - 01.01.1886, Side 180
140
ur og illviðri miklu raeiri en þann tíma, er eg fór um
norðurhlutann, enda var úrkoman í ágúst 1884 meir en
4 sinnum meiri á Berufirði en í Grímsey. Meðan eg
dvaldi við Gæsavötn og í Hvannalindum, var opt frost
á nóttunni, en optast all-heitt, og hezta veður að kalla
í Herðubreiðarlindum meðan eg var þar. í Herðubreið-
arlindum komu opt snarpir hvirfilbyljir, þó kyrt væri
veður og gott; mátti fylgja þeim með augunum, því ryk
og roksandur þyrlaðist í háa lopt, sandstólparnir snerust
og þutu með mesta hraða um sléttuna og hjöðnuðu svo
niður allt í einu.
Jarðfrceffi þeirra héraða, sem eg fór um 1884, er
ekki margbrotin. í héruðunum milli Jökulsár og Skjálf-
andafljóts, frá jöklum niður í sjó, er móberg alstað-
ar neðst, undir hinum bergtegundunum; þetta sést t.
d. í Jökulsárgljúfri hjá Svínadal og víðar. Flestöll fjöll
og fjallgarðar, sem upp úr hraununum standa, eru úr
móbergi. Móbergið er mjög mismunandi að útliti,
hraunmolarnir í því eru mjög misstórir, stundum gler-
aðir og hálfbráðnir, stundum þéttir og harðir, stundura
eins og gjall. Móbergið í Kistufelli er fullt af smáum
vikurmolum. í norðausturhorni Dyngjufjalla er gulleitt
smágjört móberg í lögum, og í því smáar, biksvartar,
gleraðar »tachylyt«-agnir; annars er efnum í móberginu
víðast hvar hrúgað óreglulega saman. Opt eru pykk
blágrýtislög og gangar innan um móbergið, einkum í
Dyngjufjöllum ; sumstaðar eru gangarnir reglulegir, sum-
staðar með ótal greinum. |>ar sem móbergið hefir etizt
í sundur af áhrifum lopts og lagar, standa gangarnir
sumstaðar eptir eins og tindar og bungur með alls konar
skrípamyndum, eins og t. d. Hljóðaklettar hjá Svínadal.
Basaltlög með smáum súlum, er standa í ýmsar áttir,
eru sunnan í Herðubreið, og eins í Herðubreiðarfjöllum.
í Herðubreið sjálfri er mjög stórgert móberg, og í því
stórir blágrýtismolar með olivín-slettum.
Ofan á móberginu hvíla dolerítlög; er bergtegund