Andvari - 01.01.1886, Side 181
141
þessi sömu tegundar og lík að gerðinni eins og dólerít-
ið við Reykjavík og á lleykjanesskaga. Dölerítið er grá-
leitt, náskylt blágrýti; samsetning, þess er lík, en kryst-
allar hinna einstöku steintegunda stærri ; er bergtegund
þessi optast fremur mjúk, að minnsta kosti í saman-
burði við blágrýti, og klýfst vel; þó er bún á stöku stað
smágjörðari og mjög hörð, t. d. í Yxnadal og við Detti-
foss. Óvíða sá eg jafnmikið olivín í þessari bergtegund
í Ódáðahrauni og héruðunum í kring, eins og á Reykja-
nesskaga, því þar er olivín sumstaðar aðalefni steinsins1.
Dólerít kemur alstaðar fram undir hraunum, ef á
annað borð er hægt að sjá efni jarðvegsins. J>etta sést
t. d. í gljúfrum og dölum fram með Skjálfandafljóti, og
eins eru öldurnar og »Grjótin« vestan við Ódáðahraun
úr sömu bergtegund, allt suður undir Vonarskarð ; dóle-
rít kemur alstaðar fram í klöppum á Mývatnsheiði ogá Mý-
vatnsöræfum, allur norðurhluti þessara öræfa niður að und-
irlendinuíKelduhverli er úr sömu bergtegund. Hinflötufjöll
suður af Mývatni: Sellandafjall, Bláfjall, Búrfell, Búrfells-
fjallgarður og hálsar nokkrir í kring eru öll hið efra
úr dóleriti, en móberg kemur optast fram hið neðra í
fjöllunum. Eins er dólerít efst í Kistufelli og kring um
það, og stórgerðir lausir klettar af sömu bergtegund erual-
gengir í jökulöldunum fram með jökulröndinni. Dólerít-
straumarnir þekja að öllum h'kindum land alt undir Ó-
dáðahrauni, nema hvað nokkur hluti þeirra á einstaka
bletti kann að vera riíinn burt af ágangi elds og jökla.
Dólerítið hefir runnið fyrir ísöldina; þá hafa myndazt
1) Sbr. Vulkanerne paa Iteykjanes i Island, í Geol. Fören.
Förh. Stockholm VII. bls. 154—57. í mörgum jarðfræðisbók-
um, er snerta Island, er sagt, að bergtegund pessi á Keykja-
nesi sé „augit-andesit“; en þegar tekið er eptir, hve mikið er
af olivíni í henni viðast hvar, þá nær það engri átt, að kalla
hana svo. Schierlitz (Islándische Gesteine Wien 1882, bls. 20
—22) rannsakaði líka ymsa mola þaðan, og komst að þeirri
niðurstöðu, að það væri dólerít.