Andvari - 01.01.1886, Síða 182
142
hraun sunnan frá jöklum norður í sjó, eldra Ódáðahraun
undir hinu yngra. Pað sést víða glöggt, að dólerít-
hraunin hafa runnið fyrir ísöld, því á þeim eru ísrákir
glöggar, opt þvert yfir hraunöldurnar. pykktin á dólerít-
hraununum er töluvert mismunandi; í gljúfrunum fyrir
neðan Dettifoss er þykktin 3—400 fet; sumstaðar lík-
lega enn þá meiri. Enn þá má sjá sumstaðar uppvörp
þau, sem dóleríthraunin hafa komið úr, þó þau víðast hvar
só umbreytt af ís og seinni gosum. Urðarháls hjá Kistu-
felli og Vaðalda gæti eg ímyndað mér að væri gamlar
eldfjallabungur af því tagi. Á Bláfjalli syðst er stór
gígur, sem dóleríthraun hafa runnið frá; hefir gígur
þessi og efsti hluti fjallsins líklega staðið upp úr ís-
breiðunni á ístímanum; þar sjást engar ísrákir, en yfir-
borð dóleríthraunsins er allt þakið óbreyttum hraungárum
og gjallskánum. Sellandafjall, sem er 700 fetum lægra
rétt vestur af Bláfjalli, er allt ísnúið hið efra; þar hefir
ísinn gengið yfir, en Bláfjall hefir staðið upp úr, enda er
það langhæst allra fjalla í nánd.
í héruðum þeim, er eg fór um 1884, veit eg ekki
til að neinstaðar sé til »líparít», nema í Hlíðarfjalli við
Mývatn; móberg er þar í kring, en fjallið eins og strýta
upp úr að sjá að framan, en er þó aflangt frá suðri til
norðurs. 1 fjallinu er móleit líparít-tegund, og efst í
toppinum biksteinsklappir innan um; líparít þetta klýfst
bæði í súlur og fiögur.
Hraun og eldfjöll. Ódáðahraun er stærsta hraun
á Islandi, um 60 □ mílur á stærð. Takmörk þess eru
eigi alveg hin sömu og sýnd eru á uppdrætti Bjarnar
Gunnlaugssonar; þar er hraunið t. d. látið ná alveg
vestur að Skjálfandafljóti alla leið frá jökli niður undir
Bárðardal, en því er ekki svo varið. Breidd hraunsins1
1) Eg ætlaði með sérstökum lit að sýna útbreiðslu hraunsins
á uppdrætti þeim, sem hér fylgir, en af því varð ekki sökum
þess, að það hcfði orðið of mikill kostnaðarauki.