Andvari - 01.01.1886, Síða 185
145
af steinefnum vella upp úr jörðunni. Éf maður gerir,
að hraunþykktin í Ódáðahrauni sé að meðaltali 500 fet,
og það er að öllum líkindum fremur of lítið en of mik-
ið, þá sést það, að rúmtak þeirra hraunstrauma, sem
þar hafa komið úr jörðu síðan á ísöldinni, er svo mikið,
að Ódáðahraun eitt væri meir en nóg til þess að fylla
allan Faxaflóa og gjöra hann að þurru landi; þegar enn
fremur er tekið tillit til allrar þeirrar ösku, sem komið
hefir við gosin og borizt á braut, þá er ekki ólíklegt,
að margar breytingar liafi orðið á hæðahlutföllunum,
því stór tóm rúm verða að myndast, þar sem svo mikið
er tekið frá. Sprungurnar, sem eldgosin hafa myndað,
ganga hér á landi í tvær stefnur: á suðurlandi frá suð-
vestri til norðausturs, á norðurlandi optast frá suðri til
norðurs. í Ódáðahrauni mætast þessar sprungustefnur,
og verður skurðarpunktur þeirra einmitt um Dyngjufjöll.
Gígaraðirnar á Dyngjuhálsi, við Trölladyngju og norð-
austan við Dyngjufjöll fylgja suðvestur-stefnunni, en
Kverkfjöll, Kollótta-Dyngja, Herðubreiðarfjöll, Kerlingar-
dyngja, Ketill og eldfjöllin á Mývatnsöræfum fylgjanorð-
urstefnunni; hið sama er að segja um eldgígaraðirnar
austan við Mývatn; austan í Urðarhálsi við Kistufell
er dálítil gígaröð, sem gengur frá suðaustri til norðvest-
urs lóðrétt á suðvesturstefnuna.
Uppi í Vatnajökli hafa opt orðið gos, svomennhafa
sögur af; en þessi jöklageimur er svo fjarlægur manna-
byggðum og víðáttumikill, að menn hafa enga vissu
fyrir því, hvar gosin hafa orðið; þess er þráfaldlega getið
í annálum, að gos hafi orðið í óbyggðum, án þess menn
viti, hvar það hefir verið, en líklega hafa mörg af þess-
um gosum orðið úr eldgígum í Vatnajökli. Gosin 1862,
1867, 1873 og 1883 vita menn ekki, hvar hal'a verið,og
ekki gat eg fundið nein líkindi til þess, að þau ættu
uppruna sinn að rekja til eldstöðva norðan í jöklinum;
bæði eg ogaðrir ímynduðu sér, að gos þessi hefðu komið
Andvari XII 10