Andvari - 01.01.1886, Síða 186
146
úr Kverkfjöllum, en svo var eigi; líklega hafa þau orðið
einhverstaðar stinnan í jöklinum; við öll þessi gos hefir
Skeiðarárjökull hlaupið fram á sandana, og því er það
xnjög líklegt, að eldstöðvarnar séu nálægt honum. Opt
er þess getið á fyrri öldum, að gos haíi orðið við Gríms-
vötn, en ekki vita menn með vissu, hvar þessi vötn eru;
en öll líkindi eru til, að þau séu einhverstaðar nálægt
Skeiðarárjökli. J»að getur því verið, að þar séu stór-
kostlegar eldstöðvar, sem allt af hafa verið að gjósa, en
sem enginn þekkir, og að gosin á þessari öld haíi orðið
einmitt á þeim stað, sem fyr voru kölluð Grímsvötn; þó
er þetta allt óvíst enn.
Ódáðahraun hefir komið úr óteljandi eldvörpum, og
líklega eru mörg horfin og hulin undir hraunum. J>að
er ekki gott að segja, hve mörg eldfjöll þar eru; eld-
fjalla-hugmyndin vanalegaáhér varlavið, þar sem gosin
opt ekki hafa myndað annað en iitlar gígaraðir eða eld-
borgahrúgur; þó eru sumstaðar stórkostleg eldfjöll, t. d.
eins og Trölladyngja, Askja, Kollótta-Dyngja o. fl.; en
víða annarstaðar hafa eldkraptarnir átt svo hægt með
að komast upp úr jörðunni, að ekki hefir gosið nema
einu sinni á hverjum stað. Ef eldvörpin eru fiokkuð
saman, og hver samtengdur flokkur kallaður eldfjall, þá
eru rúm 20 eldfjöll í Ódáðahrauni sjálfu. Meginhluti
þeirra hefir eflaust gosið áður en land byggðist, en sum
gos hafa eflaust komið á söguöldinni, þó ekki sé það í
frásögur fært. Eg ætla hér að láta mér nægja að telja
upp eldfjöllin; nákvæm jarðfræðislýsing mundi verða of
löng.
Úr norðvesturhorninu á Yatnajökli hafa mörg gos
orðið; þar sjást gígir upp úr snjónum og ótal hraun-
tangar út undan jökiinum um hjallana við Gæsavötn;
eins hafa tvær hraunkvíslar runnið niður undir fijót fast
við norðurmynnið á Yonarskarði fyrir sunnan líjúpna-
kvísl. Út undan jöklinum gengur Dyngjuháls, sem fyr
hefir verið frá sagt, norðaustur í Trölladyngju; er hann