Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 188
148
ið yfir botninn allan, og yfirborð þess hafði hækkað ura
260 fet.
Fram með röndum Öskju eru víða gígir, og eins
fyrir utan Dyngjufjöllin bæði sunnan og norðan við op
Öskju; eins eru fjöldamörg eldvörp á undirhlíðura fjall-
anna að norðan og á hálsarananura, er gengur austur
úr þeira. Þaðan ganga og aðrir gígir, er tengja Dyngju-
fjöll við Kollóttu-Dyngju. Kollótta-Dyngja hefir mynd-
azt á sprungum í suðurenda Herðubreiðarfjalla; öllbung-
an hefir hlaðizt upp af eintómum hraunstrauraum, en
síðan hefir miðpartur Dyngjunnar sokkið; sést það af
gjánum í hlíðum hennar, er ganga frá suðri til norðurs.
Eldgígir eru margir í hálsunum um miðbik Herðubreið-
arfjalla, og hefir þaðan runnið hraunbungan, er nær
niður undir Grafarlönd; við norðurenda fjallanna eru eld-
gígaraðir, bæði að vestanverðu og að austanverðu, og þar
eru margar sprungur frá suðri til norðurs. Fyrir sunn-
an Kollóttu-Dyngju hefir, mér vitanlega, hvergi gosið,
nema lítið eitt í Herðubreiðartöglum. Yestur af Herðu-
breiðarfjöllum er Keriingardyngja, og Ketill þar norður
af; beintnorður afKatli er enn ein dyngja, mikluminni;
hana kölluðum við Skuggadyngju; og á leiðinni frá
Heilagsdal í Fremri-námur er hraunbunga við suðurend-
ann á Búrfellsfjallgarði með töluverðum eldgígi; liana
kölluðum við Skjaldböku. Mývatnsöræfi eru öll þakin
hraunum, allt norður fyrir þjóðveginn; eru þar norður
frá ýmsar gígaraðir, t. d. Kræðuborgir, Rauðuborgir og
Sveinar, og svo Hrossaborg austur við Jökulsá. Líklega
eru fleiri gígaraðir sunnan til á öræfunum, sem eg ekki
þekki. Allt er hér klofið sundur af gjám, er ganga frá
suðri til norðurs, og stóreílis-landspildur hafa sígið nið-
ur milli gjánna; við gosin fyllast gömul jarðföll, en önn-
ur myndast. Yið gosin 1875 úr Sveinagjá sáu menn,
meðan þeir voru þar, hvernig gjábarmarnir sigu ; lang-
stærstar eru syðstu gjárnar við norðurenda Herðubreið-
arfjalla.