Andvari - 01.01.1886, Page 191
151
Jöklar á íslandi taka yíir 268 ferh. mílur, og er Yatna-
jökull langstærstur allra, að minnsta kosti 150ferh.mil-
ur. Stærð jöklanna er komin undir því, hve úrkoman
er mikil; úrkoman hefir nærri meiri pýðingu fyrir jökul-
myndunina en kuldinn. Eins og vér pegar höfum
minnzt á, er úrfelli mjög mismunandi á íslandi eptir af-
stöðu héraðanna, eptir hita hafsins o. s. frv. Úrkom-
an á Berufirði er að meðaltali á ári 1093 millimetrar1,
í Stykkishólmi 658 mm., í Grímsey 414 mm. Til pess
að sýna mismuninn á úrkomunni á norður- og suður-
landi í ýmsum mánuðum, set eg hér töflu, er sýnir
meðalregn í hverjum mánuði á Berufirði og í Grímsey;
nær hún um 11 ár (1873—1883).
|| jan. | febr. | marz| apr.| maí | júni| júH | ág. | sept.
Berufjörðurjl 28 | 37 | 25 | 18 | 25 1 24 1 28 1 32 | 37
örímsey || 138 | 96 | 83 | 83 | 58 1 70 1 50 1 57 | 112
|| okt.| nóv.| des.| vetur| vor |sumar|haust| árið.
Berufjörðurlj 67 | Grrímsey |[l31 j 59 101 34 114 | 99 | 68 | 84 | | 348 1 224 | 177 | 163 | 344 1 414 mm. | 1093 mm.
Af pessu sést, að töluverður mismunur verður að
vera á jökulmyndun og hæð snjólínunnar fyrir sunnan
og norðan. Yatnajökull dregur að sérgufurnar frá liaf-
inu; pær frjósa og falla niður sem snjór og hagl, hjarn-
bungurnar vaxa hið efra, en jökulrandirnar síga niður
í dalina og hráðna, skriðjöklarnir mjaka sér niður dæld-
irnar, og komast opt langt niður fyrir snælínu. Snæ-
línan sunnan á Yatnajökli liggur varla hærra en 2800
fet (pó er petta eigi mælt enn); pó ganga par sumir
skriðjöklar nærri niður í sjó; Breiðamerkurjökull nær
svo langt niður, að endi hans er varla hærra en 60 fet
yfir sævarfleti. Norðurrönd jökulsins nær ekki nærri
svo langt niður á við, sem menn gætu búizt við; snæ-
línan er par um 4000 fet yfir sævarfleti, og hækkar enn
1) 100 millimetrar er hér um bil sama og 46 danskar línur.