Andvari - 01.01.1886, Síða 195
155
er yllr 4 mílur á lengd. Dyngjujökull er að minnlca;
jökulöldurnar liggja eins og smáholtaþyrpingar spölkorn
fyrir framan jökulröndina; allt yíirborð hans er hulið
möl og stórgrýti, eins og fyr hefir verið frá sagt, og er
það líka sönnun fyrir pví, að jökullinn sé að bráðna;
pví pá kemur grjótið fram, sem áður hefir lmoðazt inn
á milli íslaganna. Grjót petta hefir jökullinn að öllum
líkindum losað úr berginu, sem undir honum liggur,
pví hvergi standa tindar upp úr; í Kverkfjöllum og
Kistufelli, er liggja beggja megin við neðstu rönd jök-
ulsins, er allt önnur bergtegund en sú, sem jökullinn
ber fram. Oteljandi lækir bera leirinn norður á sand-
ana, og yfirborð sléttunnar suður af Vaðöldu er allt
myndað af jölclum; líklega er hraun undir sandinum,
en kemur hvergi fram nema við Svartá. Niður um
klofann á Kverkfjöllum kemur dálítill skriðjökull niður
undir uppsprettur Jökulsár; hefir pess áður verið getið,
að hann lcunni að standa í sambandi við hlaup í Jök-
ulsá, pegar gos hafa orðið í Kverkfjöllum. Árið 1655
er t. d getið um ógurlegt vatnshlaup úr Jökulsá í Ax-
arfirði; pá inissti Jón prestur porvaldsson á Skinnastöð-
um 3 hundruð fjár tólfræð (Espólíns árbækur VI. bls.
153). Af Kverkhnúkarana sá eg, að stór skriðjökull
gengur niður frá norðausturrönd Vatnajökuls við upp-
spretturnar á Jökulsá á Dal, en héruðin par eru mér
ókunn, og ekki veit eg til, að neitt verulegt hafi verið
skrásett um norðurrönd jökulsins fyrir austan Kreppu.
Tungnafellsjökull er lítil hjarnbunga á allstórri
fjallapyrpingu, um 2 ferli. mílur á stærð; ekki sá eg
merki til pess, að skriðjöklar gengju niður úr honum að
austanverðu, en líkiega eru pó jökultangar niður úr hon-
um að vestan; í Nýjadalsá og Jökulfalli kvað vera jök-
ulvatn. Efst í Dyngjufjöllum eru dálitlir smájöldar og
lijarnskaflar hér og hvar, og efsta húfan á Herðubreið
er allt af mjallahvít, en veruleg jökulmyndun getur