Andvari - 01.01.1886, Page 196
156
eklri átt sér stað, af því hengiflug og hamrar eru allt í
kring.
í héruðunum milli Skjálfandafljóts og Jökulsár eru
alstaðar merki eptir ísöldina, þar sem liraun og jarð-
eldar ekki hafa hulið pau eða umturnað jörðinni. ís-
rákirnar sjást bezt á dólerítlriöppum, og vanalega er
stefna peirra eptir halla landsins frá suðri til norðurs;
einna fegurstar og stærstar ísrákir sá eg á gömlu dólerít-
hrauni milli Ferjufjalls og Herðubreiðarfjalla; þær voru
óvanalega langar, breiðar og djúpar; sumar þeirra voru
4—5 þuml. á breidd, og allt að því þuml. á dýpt, og
lágu víða þvert yfir liraunbylgjurnar. ísaldarjöklarnir
hafa hreyfzt frá hæstu bungunum á Vatnajökli og náð allt
norður í sjó. Af ísrákunum á Sellandafjalli má sjá, að
jökulbreiðan hefir þá að minnsta kosti verið 2000 fet á
þykkt, en varla meira en 2600 fet. A »Grjótunum» við
Skjálfandafljót sjást víða urðaröldur og stórir steinar færðir
úr stað á ísöldinni. Á dólerítklöppunum suður við Vatna-
jökul nálægt Vonarskarði eru ísrákirnar víða nærri horfn-
ar, af því stórviðri hafa lamið möl og grjóti um klett-
ana og fægt þá alla; ísrákirnar eru regluleg stryk, en
vindrákirnar óreglulegar hvylftir og dældir, sem þó sýna
vindstefnuna. Síðan á ísöldinni hefir ísland hafizt nokk-
uð, suðurland víðast hvar 120 fet; það sést á gömlum
malarkömbum, leirbökkum með skeljum o. fl. I Keldu-
hveríi sjást meiki hins sama, t. d. í Ásbyrgi; þar eru
för eptir brimrótið í klettunum á eyjarsporðinum hér um
bil 120 fetum fyrir ofan sævarflöt. Roksandur er mjög
algengur í Ódáðahrauni og þar í kring; fyllir hann sum-
staðar hraundældirnar, sumstaðar eru sléttir kaflar með
roksandshólum og melgresi; sandurinn er mestallur mynd-
aður úr móbergi, sem vatn og lopt hafa leyst í sundur;
sumstaðar er líka smátt vikurdust eða þá þornaður jök-
ulleir. ]?ar sem roksandurinn fýkur ofan í dalina, hleðst
hann 1 lög og myndar móhellu, sér í lagi þegar jurta-
gróði nokkur bindur sandinn; í móliellunni sjást sand-