Andvari - 01.01.1886, Side 200
160
alpina, Pyrola minor, Archangelica officinalis, Parnassia palu-
stris, Oerastium vulgatum, Silene maritima, Epilobium alsine-
folium, Ohamænerium latifolium, Alchemilla alpina.
Dýralífið er ekki fjölskrúðugt í Odáðahrauni, sem
vonlegt er ; skorkvikindi og önnur lægri dýr eru mjög
fá, par sem jurtagróður er lítill eða enginn. í gras-
hlettunum fram með hrauninu verpa einstöku fuglar; í
Herðubreiðarlindum sá eg rjúpu, önd, sandlóur, nokkra
helsingja, kjóa og veiðibjöllur, og við Gæsavötn sá eg
kjóa og sandlóur. Hreindýr koma ekki í Ódáðaliraun
sjálft, enda hafa pau par ekkert til fæðu, en við og við
sjást hópar af peim norðarlega á Mývatnsöræfum, t. d.
nálægt Elífsvatni; tóur geta heldur eigi hafzt við í að-
alhrauninu, en á Mývatnsöræfum er nokkuð af peim,
pó einkum í Búrfellshrauni; par eru ótal fylgsni, og
sauðfé Mývetninga rétt við hendina. Silungar eru í
flestum ám peim, er falla undan Ódáðahrauni 1 Skjálf-
andafljót, og í Hvannalindum sá eg opt allstórar hrönd-
ur skjótast undan lindabökkunum. í íshólsvatni, Svart-
árvatni og fleirum vötnum á Mývatnsheiði er allmikil
silungsveiði. Smáskeljar og vatnakuðunga allmarga heíi
eg fundið í Mývatni og Svartárvatni. í Svartárvatni
eru t. d. kuðungarnir Limnæa peregra og L. truncatula
og smáskeljar mjög snotrar (Pisidium pulcellum og P.
pusillum), en í Mývatni er Limnæa ovata mjög algeng.
Planorbis glaber, lítill einkennilegur kuðungur, er líka
í Mývatni; hann hefi. eg að eins fundið í einni vík rétt
fyrir sunnan og austan Reykjahlíð ; par eru keitar upp-
sprettur í botninum, og hiti vatnsins 21°C; sitja pessir
smákuðungar í slýi og á jurtastönglum. I kring um Mý-
vatn er töluvert af alls konar skorkvikindum, pví par er
jurtagróður nógur; mýið er alkunnugt, og kongulær eru
par óteljandi í hraununum; lifa pær á mýinu og öðrum
flugum. Herðubreiðarlindir eru lang-grasgefnastar af
hagablettunum við Ódáðakraun; par safnaði eg nokkru
af skordýrum. Dr. H. J. Hansen í Kaupmannahöfn