Andvari - 01.01.1886, Page 209
169
6. gr.
Engin veiðarfæri nje veiðivjelar má við hafa, er talca smá-
lax. Skulu möskvar í laxanetum ekki minni vera, þá votir
eru, en 9 þumlungar ummáls. Net, hvort sem eru lagnet
eða ádráttarnet, mega eigi tvöföld vera.
Á hverri laxveiðivjel skulu vera svo stór op, að enginn
lax, sem ekki er meiri en 9 þumlungar ummáls, þar sem hann
er gildastur, staðnæmist í vjelinni. Sjeu grindur í vjelinni,
skulu spelar standa lóðrjett upp og ofan, og sje eigi skemmra
bil milli þeirra en l'l2 þumlungur.
6. gr.
Nú vill meiri hluti veiðieigenda í á, sem lax gengur í,
veiða i fjelagi, til að koma á meiri friðun, en lög þessi ákveða,
og skulu þá þeir, sem friðunina vilja fram hafa, leggja málið
fyrir hlutaðeigandi sýslunefnd. Álíti sýslunefndin rjetti einskis
hallað, skal hún semja reglur fyrir veiðiaðferðinni og skiptingu
á veiðinni, og eru allir hlutaðeigendur skyldir því að hlíta.
J>egar svona stendur á, skal höfuðáin og allar laxgengar ár,
sem í hana renna, álítast sem ein á.
7. gr.
Nú er svo háttað á einhverjum stað, að nauðsyn þykir til
bera, að kveða skýrara á um eitthvað það, sem fyrir er mælt
í lögum þessum, og er sýslunefnd einni eða fleirum heimilt að
setja um það reglugjörð, en þó svo, að grundvallarréglum laga
þessara um friðun laxins og frjálsa göngu sje í engu haggað.
Reglugjörðir sýslunefnda, sem getið er í þessari grein og 6. gr.,
skal amtmaður staðfesta, og fá þær þá fullt lagagildi um næstu
10 ár.
8. gr.
Brot gegn lögum þessum varða allt að 100 kr. sekt. Allt
ólöglegt veiðifang og öll ólögleg veiðiáhöld skulu upptæk, og
skal fógeti tafarlaust taka upp öll ólögleg veiðigögn og nema
burtu ólögmætar girðingar.
Sektir samlrvæmt lögum þessum renni að helmingi í sveit-
arsjóð þann, er hlut á að máli, og að helmingi til uppljóstrar-
manns; en andvirði ólöglegra veiðiáhalda renni eingöngu í
sveitarsjóð eða sveitarsjóði.
9. gr.
Mál um brot gegn lögum þessum eða staðfestum sam-
þykktum eru almenn lögreglumáh J>ó getur sá, sem fyrir sök
er hafður, komizt hjá málsókn, ef hann játar brot sitt og
greiðir sektir og skaðabætur að fullu, eptir þvi sem amtmaöur