Andvari - 01.01.1886, Side 210
170
ákveður. Rjett er og, að sá, sem fyrir skaða hefir orðið af
ólöglegri veiði annara, reki málið sem einkalögreglumál.
10. gr.
Álcvarðanir í Jónsbólcar landleigubálki 56. kap. um veiðar
í ám, sem og viðaukalögin 11. maí 1876 um friðun á laxi, eru
hjer með úr lögum numin.
Svo sem jeg heíi telcið fram í skýrslunni um rann-
sóknir mínar á Islandi 1884, lúta Lög um friðun á laxi,
dags. 11. maí 1876, einkum og sjer í lagi að pví, að
sem allra fiestar af peim jörðum, er liggja að laxám,
skuli eiga par laxveiði, svo sem verið hefir að fornu
fari. Slík ákvæði voru ágæt og mannúðleg á peim tím-
um, er landsmenn notuðu aflann eingöngu til fæðu
handa sjálfum sjer, og sú hugsun var í alla staði heppi-
leg, að sjá svo um með lögum, að liver ábúandi peirrar
jarðar,. er liggur við laxá, mætti eiga í vændum nokk-
urn hlut af peim íiski, sem gengi í ána. |>essi laga-
skipun var pví mannúðlegri, sem menn hefðu, með pví
að leyfa að tálma laxgönguna um neðri hlut árfarveg-
arins, svipt pá bændur, er bjuggu langt upp í sveit, og
í nánd við riðstaði laxins, að miklu leyti allri von um
pann hluta aflans, er peim bar að rjettu, jafnvel pótt
fiskurinn einmitt hefði klakizt út og alizt upp í ánni
fyrir landi sjálfra peirra.
Með pví að laxinn fyr á tímum eingöngu var not-
aður til heimilisparfa, gerðu menn sjer eigi mikið far
um að ná honum; áhöldin voru fremur ljeleg og mann-
afla höfðu menn naumast aflögu. Laxveiðin hjelzt pví
í sama horfinu. En pegar farið var smámsaman að
flytja saltaðan lax frá íslandi til útlanda, pegar hann
smámsaman fór að verða algeng verzlunarvara, pá var
allt öðru máli að gegna. fvergirðingar voru lagðar í
árnar á hentugum stöðum, eða annara stöðugra veiði-
brellna neytt, og um sama leyti tók netjafiskin að auk-
ast og áhöld öll fjölguðu og bötnuðu.
J>að má nærri geta, að af gegndarlausri veiði í neð-