Andvari - 01.01.1886, Síða 212
172
ari lög — og þar á meðal lög alþingis 1885 — að því, að
íslendingar geti liaft tekjur í peningum eða peninga í-
gildi af laxveiðunum, og ætlunarverk peirra er pví eigi
einungis pað, að bæta pá veiði, sem nú er, heldur og
að færa út kvíarnar. Menn hafa á alpingi látið sjer
um inunn fara, að laxveiðarnar mundu geta orðið ís-
lendingum talsverð auðsuppspretta, enda verður eigi á
móti pví borið, að svo megi fara, ef menn gefa nægi-
legan gaum hinum einkennilegu landsháttum íslands
og hafa skynsamlega meðferð á laxveiðunum með pví
að bægja þeim meinum á braut, sem standa þeim fyr-
ir prifum, og styðja pær að öðru leyti með hæfilegum
viðbúnaði.
Með »Lögum um friðun á laxi» er eitt stig stígið
til verulegra umbóta; pað varð víst eigi farið lengra í
bráðina, meðan mönnum enn pá ekki er vel kunnugt
um, hvernig í öllu liggur. Jeg ætla að sæta færi og
gera athugasemdir um hverja grein fyrir sig.
TJm 1. gr. Með hinum lögákveðna 3 mánaða veiði-
tíma eru laxinum á íslandi veitt löng grið, í saman-
burði við pað sem tíðkast í öðrum löndum. Á. Eng-
landi er friðunartíminn 154 dagar, á Skotlandi og ír-
landi 168 dagar, og í Noregi 213 dagar. Geta má þó
pess, að veðráttan á Islandi hægir eflaust laxinum mik-
inn hluta friðunartímans frá að ganga upp í árnar, og,
með pví að vatnið í öllum porra laxánna er tært,
mundi lengri veiðitími geta dregið mjög úr laxaviðkom-
unni eða urið upp veiðina, ef menn vildu eigi beinlínis
friða tiltekna kafla í ánum, en á íslandi yrði örðugt að
hafa eptirlit með pessu og mundi þykja að ganga í ber-
högg við fornar venjur.
|>au fyrirmæli 1. gr. eru og mjög heppileg, að
sýslunefndum sje sett í sjálfsvald að kveða á um, hve-
nær veiðitíminn par skuli byrja og enda ; sömu ákvæði
eru í lögum Engla og íra. J>ví að með pessu móti má