Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 213
173
haga veiðitímanum eptir pví, sem bezt á við í liverri
veiðistöð á Islandi.
Sama er og að segja urn pau ákvæði, að laxinn
skuli vera friðaður 36 stundir í viku hverri, og mundi
pó vissulega hafa verið vel til fallið, að láta sýslunefndir
einnig í pessu efni fá að ráða úrslitum og leyfa peim
að ákveða byrjun friðunartímans og lengja bann jafnvel
allt að 48 stundum. Á Englandi er svofelld skipun á
gjör, og hefir sú raun á orðið, að menn hafa almennt
óskað ríflegri vikufriðunar.
í hin önnur boð pessarar greinar, um frjálsa göngu
laxins, vantar ákvæði um pað, hve stórt opið á veiði-
vjelunum skuli vera til pess, að laxinn geti komizt klakk-
laust í gegn um pær. í pessu efni mun víst verða tor-
velt að fást við hin svo kölluðu króknet.
Enn fremur vantar ákvæði um, að pað skuli vera
með öllu bannað, að fæla eða reyna að fæla fiskinn frá
að fara upp eptir ánum á hvern hátt sem vera skal,
meðan vikufriðunartíminn stendur.
TJm 2. gr. Eyrsti kafii pessarar greinar er mjög
svo óljós í pví, er lýtur að ákvæðunum um, að veiði-
vjelarnar megi eigi ná lengra út en í miðja ána, »ogpó
pví að eins svo langt út, að hinn helmingur árinnar sje
eigi grynnri en sá, sem pvergirtur er».
fessi orð mun eiga að skilja pannig, að veiðar-
færin megi eigi ganga lengra út í ána en svo, að fyrir
utan pvergirðinguna verði að minnsta kosti jafmnikið
dýpi, sem fyrir innan hana. Líklega mundi hafa verið
umsvifaminna, að skipa meðstreymislínu, p. e. línu, er
skipti ánni eptir lengd hennar. Torveldleikar mundu
pó, ef til vill, vera á pessu allvíða á Islandi, par sem
farvegur er ójafn og flúðir. Fyrir pví mundi fara bezt
á pví, að láta sýslunefndir kveða á um miðstreymislínu
liverrar ár í reglum peim, er pær mundu setja.
Endir greinarinnar pykir mjer heldur eigi vera vel ljós.
Sá maður, »sem á veiði í á», hlýtur og að líkindumað