Andvari - 01.01.1886, Síða 215
175
við með orðinn »smálax». Fyrirmæli greinarinnar eru
góð og gagnleg, ef »smálax» á að tákna það, er Eng-
lendingar kalla »smolts», p. e. laxunga á öðruári; Norð-
menn kalla þá «blinke».
Eyrirmælum 5. gr. í lögum frá 11. maí 1876, um
möskvavídd laxnetja, erlialdið óbreyttum, ogbafa menn
því enn farið eptir lögum Norðmanna, er fyrirskipa 21/.!
þuml. milli hnútanna. Með þessu liafa menn takmark-
að möskvavíddina meir en gert er t. d. í enskum lög-
um, er láta vera 2 (enska) þuml. (lög 1861, 10. gr.),
eða jafnvel minnst l‘/2 þuml. milli hnútanna (lög 1873,
39. gr.).
Um 6. gr. Bezt mundi hafa farið á því, ef þeir
menn, sem laxveiði eiga, hefðu sjállir getað samið regl-
ur um veiðiaðferðina o. s. frv., og því næst fengið
sýslunefndina til að samþykkjast þær eða breyta þeim;
með því móti mundu óskir þær og kröfur, sem veiði-
eigendur gerðu sjer von um að fá framgengt með reglu-
gjörð, bezt hafa komið í ljós. Líklegt er, að sýslu-
nefndirnar mundi geta sett þær reglur, er allir mættu
og ættu vel við að una, þar sem málið sjálfsagt yrði ná-
kvæmlega íhugað og rætt áður en til þeirra kasta kæmi.
Um 7. gr. í þessari gr. er skýrar kveðið á um,
livernig reglugjörðirnar megi vera og hvernig þeim megi
koma á, og tel jeg það í alla staði vel til fallið.
»Lög um friðun á laxi» hafa marga kosti til að
bera, sem lögin frá 11. maí 1876 vantar, og eru eflaust
góð byrjun, þó að þau af annari liálfu sje eigi svo vel
úr garði gerð eða fullkomin, sem jeg hefði óskað, þegar
gætt er liins sjerstaklega eðlisfars íslenzku laxánna, sem
venjulega eru fremur stuttar, tærar o. s. frv., og þó að
í þessum nýju friðunarlögum eigi sje reistar nógu styrk-
ar skorður við selunum, er víðast hvar spilla laxveið-
inni, sem er stórum arðsamari en selaveiðin, og draga
úr laxmergðinni miklu meir en almenningi virðist vera
ljóst. J>að er vonandi, að bráðum komi í ljós gagnsemi