Andvari - 01.01.1900, Blaðsíða 8
2
að Einholti í Hornafirði 1750. Þar kvæntist hann Onnu
dóttur Eiríks bónda Jónssonar á Skálafelli, alsystur hins
nafnkunna ágætismanns og ættjarðarvinar Jóns Eiríksson-
ar konferenzráðs. Var Anna 3 árum yngri en Jón bróð-
ir hennar og fluggáfuð, en löngum óhraust til heilsu.
Er það almælt, að hið sviplega fráfall bróður hennar 1787
hafi haft niikil áhrif á hana, svo að hún varð upp
frá því með lítilli sinnu, og dó 10 árum síðar (22. febr.
1797) í Hraungerði, en þangað fluttu þau hjón frá Ein-
holti 1775. Var séra Sveinn lengi prófastur í Árnessýslu
og mikils virtur af Hannesi biskupi, er taldi hann meðal
hinna fremstu klerka. Eitt barna hans og Önnu var
líenedikt1, (f. 28. okt. 1764). Hann varð fyrst prestur á
Vogsósum 1790, en fékk Hraungerði 1801, er faðirhans
lét af prestsskap. Dó séra Sveinn þar hjá honum 8.
október 1805, áttræður að aldri, en séra Benedikt var 38
ár prestur í Hraungerði og andaðist þar 12. júlí 1839,
hálfáttræður að aldri, og þótti merkisprestur verið hafa.
Var hann gáfaður vel og snyrtimenni í framgöngu allri.
Kona hans var Oddný Helgadóttir bónda á Hliði á
Alftanesi Jónssonar, dótturdóttir Ólafs Jónssonar bryta
á Hólum, mikilhæfs manns, er fjölmennar ættir eru frá
komnar. En systir Oddnýjar var Valgerður kona Bjarna
1) Hin börn þeirra, er upp kornust voru: 1. Eiríkur
dannebrogsmaður í Ási í Holtum (f 1844) faðir Jóns prests
á Stóranúpi, Vigfúsar bónda i Ási 0. fl. 2. Sveinn stúdent,
er dó ungur lijá foreldrum sínum í Hraungerði 1791. 3.
Solveig dó bl. 4. Steinunn fyrri kona sóra Árna Skaftason-
ar, síðast prests að Hálsi í Hamarsfirði (f 1809) og 5. Ing-
veldur kona séra Jóns Jónssonar j Miðmörk (f 1843),
þeirra dóttir Anna 3. kona Stefáns stúdents Olafssonar í
Selkoti og móðir Gísla kaupmanns í Vestmannaeyjum, föður
séra Jes í Eyvindarhólum.