Andvari - 01.01.1900, Síða 9
Halldórssonar »oeconomusar« í Sviðholti, og voru börn
þeirra Bjarna rneðal annara: Þórður stúdent í Sviðholti,
íaðir frú Sesselju Thorberg og Ragnheiður móðir Bjarna
rektors Jónssonar og Ólafar Bjarnardóttur (Gunnlaugsson-
ar) rnóður Björns skólakennara Jenssonar og þeirra syst-
ldna. Benedikt sýslumaður Sveinsson var því þremenn-
ingur við Bjarna rektor, en 3. og 4. við börn Jens rekt-
ors Sigurðssonar. Séra Benedikt og Oddný áttu fjölda
barna. Meðal hinna elztu þeirra var Sveinn, siðast prest-
ur að Þykkvabæjarklaustri (f. 22. maí 1792, -j- 5. sept.
1849) faðir Benedikts sýslumanns Sveinssonar1). Kona
séra Sveins og ntóðir Benedikts var Kristín Jónsdóttir
eldra, bónda í Skrauthólum á Kjalarnesi Ornólfssonar
bónda i Alfsnesi Valdasonar á Rauðará (f 1764) Örn-
ólfssonar, en sá Örnólfur mun hafa verið Jónsson og bú-
ið á Þórustöðum ytri i Ölfusi. En fyrri kona Jóns Örn-
ólfssonar og móðir Kristínar2), var Þorbjörg Sighvats-
dóttir frá Hlíðarhúsum við Reykjavík Sighvatssonar Jóns-
sonar. Móðir Sighvats yngra var Gunnhildur eldri, dótt-
1) Þessi voru börn séra Benedikts og systkin sóra
Sveins: Brynjólfur (Svenzon) sýslunmönr í Borgarfirði (f
1851), Diörik bóndi á Skeggjastöðum í Flóa (faðir Benedikts,
er lengi var ráðsmaður hjá sóra Skúla Gíslasyni á Breiðabóls-
stað), Bjarni fór til Nýja-Hollands, Anna átti fyr séra Frið-
rik Guðmundsson í Ásum, síðar séra Pál Magnússon Thorar-
ensen á Sandfelli, Sigríður s. k. sóra Jóns Bergssonar í Ein-
bolti, Ragnheiður kona Gísia bónda Jónssonar í Einarshöfn,
Solveig, tvígift á Stóru-Reykjum, Guðrún kona Odds
bónda Jónssonar í Króki, Kristín dó ógift bl. Nokkur dóu
ung.
2) Eitt barn Jóns Ornólfssonar auk Kristínar var Sig-
hvatur, móðurfaðir Siglivats Bjarnasonar bankabókara í Reykja-
vík og systkina hans. 1*