Andvari - 01.01.1900, Page 10
4
ir Jóns Oddssonar Hjaltalíns sýslumanns j Gullbringu-
sýslu (f 1755), er Hjaltalínsættin er frá komin. — Var
Kristín tápkona mikil og sköruleg og þótti hvarvetna
mikið að henni kveða. Hafði hún mjög á hendi búsfor-
ráð þeirra hjóna, því að séra Sveinn var miður laginn til
búsýslu. Attu þau hjón alls 8 börn: Krístínu, Oddnýju,
Ragnheiði, Bmedikt, Þorbjörgu, Ólaf, Guðlaugu og Jón1).
fíenedikt Sveinsson er fæddur á Sandfelli í Óræfum
20. janúar 18262). Þá er hann var á 3. ári fluttist hann
1) Af systkinum þessum lifa 3: Þorbjörg Ijósmóðir í
Reykjavík, Guðlaug ógift í West-Selkirk í Ameríku og Jón í
Nýja-íslandi — Kristín Sveinsdóttir var fyrri kona Sigurðar
.lónssonar silfursmiðs á Stóru-Vatnsleysu, Oddný átti Högna
bónda Arnason á Hrútafelli undir Eyjafjöllum, Olafur var
jarðyrkjumaður og dó nyrðra, en Ragnheiður átti sóra Jó-
hann Knút Benediktsson, síðast prest á Kálfafellsstað, og er
ein dóttir þeirra Olafía, sem kunn er orðin af starfsemi sinni
í þarfir kvennfrelsishreyfingaritniar hór á landi m. fl.
2) Fæðingarár hans hefir alment verið talið 1827, en
það mun rangt. Prestsþjónustubækur Sandfellsprestakalls á
þeim árurn eru svo ógreinilegar og skemdar, að á þeim verð-
ur ekkert bygt í þessu efni. En eftir frásögn Þorbjargar,
systur Benedikts, var nærri tveggja ára aldúrsmunur á þeirn
systkinum. Nú er víst, að hún er fædd á Sandfelli (síðla
árs 1827) og fluttist á 1. ári að Mýrunt með foreldrum sín-
um. Er því Bencdikt fæddur 1826, en ekki 1827. En mán-
aöardagurinn mun réttur, því að B. var fæddur fyrstaþorra-
dag, en þann dag bar einmitt upp á 20. janúar árið 1826.
í skiftagerð eftir sóra Svein, sem fram fór á Mýrum 28. sept.
1849, er Benedikt einnig talinn 23 ára gamall, og ber þar að
sama brunni, að 1826 só hið rótta fæðingarár hans.