Andvari - 01.01.1900, Page 11
s
nieð foreldrum sínum frá Sandfelli að Mýrum í Álftaveri
vorið 1828, því að séra Sveinn hafði þá fengið Þykkva-
bæjarklaustursbrauð haustið áður. Á Mýrum ólst Bene-
dikt upp hjá foreldrum sínum, er jafnanáttu fremur þröngt i
búi, enda höfðu þau ómegð allmikla, en brauðið tekjulítið.
Mun þröngur efnahagur foreldra hans hafa valdið því, að
hann fór nokkuð seint að stunda skólalærdóm. Bryddi
þó snennna á gáfum hans og andlegu atgervi, svo að
ekki þurfti að ganga i neinar grafgötur um, að þar væri
efni í námsmann rnikinn og fjölhæfan. Hann var þegar
á ungum aldri hinn mesti atfaramaður til allra verklegra
starfa og varð brátt sjálfkjörinn til allrar forystu ungra
manna þar í Álftaveri íýmsum verklegum framkvæmdum,
svo að ékki þótti ráð ráðið, nema hann væri til þess
kvaddur. Var hann og mjög þokkasæll meðal jafnaldra
sinúa og annara, bæði eldri og yngri, er þá kyntust hon-
um, og héldu rnargir vináttu við hann meðan aldur erit-
ist. Á efri árum mintist hann oft æsku sinnar og æsku-
vina þar eystra, er flestir voru á undan honum til grafar
gengnir. »Mínir kæru Skaftfellingar« var jafnan viðkvæði
hans, þá er minst var á einhverja góða drengi og gegna
austur þar. Hann vissi, að par hafði hann ekki átt neina
óvildarmenn. Það er ávalt mikilsvert að geta haft ljúfar
og þægilegar endurminningar frá æskudögum sinurn. I
svalviðrum lifsins, er degi tekur að halla og lífssólin
lækkar, glæðist ylur slíkra endurminninga og vermir meir
en margur hyggur.
Þá er Benedikt var unglingur með foreldrum sínum
á Mýrum sýnir það meðal annars kjark hans og fram-
takssemi, að á hverjum morgni eitt sumarið reið hann á sund
með net út i ós einn skamt frá bænutn, og veiddi þannig
mikið af silungi. Hann kom og á silungsveiði út í sjó,
þar sem aldrei hafði verið rejmt áður, og óð þá i mitti
nt i brimgarðinn. Hann fékst og rnikið við seladráp með