Andvari - 01.01.1900, Side 12
6
öðrum ungum mönnum, og voru það oft svaðilfarir. Hann '
vann ötullega að húsagerð og gróf upp fornar tóftir í
túninu á Mýrum, frá dögum Jóns prófasts Jónssonar (föð-
ur Steingríms biskups), er þar hafði búið stórbúi. Vildi
Benedikt láta byggja þær upp í líkri stærð, og vann sjálf-
ur að því ótrauðlega. Kom þar snemma í ljós áhugi sá,
er hann jafnan siðar hafði á húsabyggingum og jarðabót-
um, því að hann var til æfiloka stórhuga og stórvirkur
til allra framkvæmda, og kunni illa kyrð og hóglífi, hvar
sem hann dvaldi.
Fyrstu undirstöðuatriði skólamentunarinnar lærði
hann hjá föður sínurn, en síðan var honurn komið til
kenslu einn vetrartima hjá séra Markúsi Jónssyni, er þá
var prestur í Holti undir Eyjafjöllum (síðar í Odda) en
síðast lærði hann hjá séra Þorkeli Eyjólfssyni í Asum
(föður dr. Jóns yngra og þeirra bræðra) er mörgum pilt-
um kendi undir skóla og ungmennafræðari þótti góður.
Gekk Benedikt námið greitt, því að hæfileikarnir voru
góðir, skilningurinn skýr og minnið trútt. Var hann tek-
inn í Reykjavíkurskóla í júlímánuði 1846, rúmlega tví-
tugur að aldri og settist þá í 2. bekk. Var hann i skól-
anum 3 fyrstu veturna, er skólinn var hér í Reykjavík.
Við miðsvetrarpróf 1849 varð hann efstur í skólanum og
eins við sætaskipunina um vorið. Atti hann að réttu
lagi að útskrifast vorið eftir (1850), en það fór á ann-
an veg. Þetta sumar (1849) var fiið síðasta, er hann
dvaldi lijá foreldrum sinum á Mýrum, þvi að faðir hans
andaðist þá i septembermánuði. Benedikt fór þó aftur
í skólann um haustið, en þá um veturinn (17. jan. 1850)
gerðist sá atburður, er hrakti allan þorra pilta burt úr
úr skólanum, og hafði þau áhrif á lífsferil sumra þeirra,
að þeir biðu þess aldrei b.etur og að æfi þeirra varð öll