Andvari - 01.01.1900, Side 13
7
önnur, en til var stofnað, því að sumir komu aldrei aft-
ur í skólann. Og þessi atburður var hið alkunna »pereat«,
þá er piltar i ungæðis gáska hrópuðu skólameistara sinn,
Sveinbjörn Egilsson, norður og niður. Er óþarft að lýsa
því frekar hér. Hversu framarla Benedikt hafi verið í
uppþoti þessu er mér ekki gerkunnugt, en það ætla eg, að
eigi hafi hann verið mjög letjandi stórræðanna. Að vísu
var honum ekki beinlínis vikið úr skóla, en hann sagði
sig sjálfur ur honum, ásamt mörgum öðrum, og var eng-
inn skóli haldinn það sem eftir var vetrarins. Þá um
vorið, að eg ætla, réðst Benedikt norður að Reynistað til
Einars stúdents og umboðsmanns Stefánssonar, sem heim-
iliskennari, og átti hann að kenna Stefáni syni hans und-
ir skóla. Dvaldi Benedikt þar tvo næstu vetur, 1850—
51 og 1851 — 52. Var Einar untboðsmaður auðugur vel
og höfðingi allmikill, og undi lienedikt þar vel hag sin-
um. Var Katrín dóttir Einars þá ung að aldri og hin
gervilegasta mær, fríð sýnum og gáfuð vel, en þá lítt af
barnsaldri komin. Var hún þá Benedikt heitin, og þótti
álitlegt gjaforð. En eigi varð það honum til jafnmik-
illar gæfu, sem ætia mátti.
Iitt mun Benedikt liafa h'aldið við skólalærdómi
sínum, meðan hann dvaldi á Reynistað, en sumarið
1852 fór hann suður og fékk leyfi til að ganga undir
burtfararpróf í júlímánuði. Var þá Bjarni rektor Jónsson
tekinn við stjórn skólans, en Sveinbjöm Egilsson og As-
mundur prófastur Jónsson voru kjörnir dómendur við
próf þetta. Með líenedikt gengu upp til prófsins 2
aðrir piltar, Sigmundur Pálsson og Sigurður Helgason (frá
Vogi), er báðir höfðu vikið úr skóla »pereatsárið«]).
1) Hvorugur þeirra tók síðar stúdoutspróf. Dó Signrð-
ur litlu síðar, en Sigmundur bjó síðan lengi á Ljótsstöðum á