Andvari - 01.01.1900, Page 14
8
Stóðst Benedikt prófið með 2. einkunn, en hinir ekki.
Ganga þær sagnir manna á meðal um próf þetta, að all-
ómjúklega hafi verið að [>ví gengið og það til dæmis tal-
ið, að yfirheyrslan í grísku á Benedikt einum hafi staðið
4 klukkustundir, en ekki veit eg sann á því.
Haustið 1852 sigldi Benedikt til háskólans, og tók að
lesa lögfræði af miklu kappi. Hafa svo sagt þeir, er hon-
um voru samtíða á námsárum hans í Höfn, að hann hafi
þar verið talinn fyrirmynd íslenzkra stúdenta að ástund-
un og reglusemi. Höfðu kennarar hans hinar mestu
mætur á honum. Er það haft eftir hinum skarpvitra lög-
fræðing Dana, Christian Rimestad, síðar meðdómanda í
hæstarétti (f 1894) að hann hafi naumast þekt mann,
skarpari til náms eða skilningsbetri en Benedikt. En
Rimestad var um tíma leiðbeinandi (manuduktör) Bene-
dikts i Iögfræði, og mátti því vel um þetta vita. I júní-
mánuði 1858 leysti Benedikt af hendi embættispróf i lög-
um með ágætum vitnisburði. Voru þá námsgreinarnar
í »teóretiska« prófinu 13 og fékk Benedikt 1. einkunn í
öllum, nema að eins einni (»positiv Statsret«). Þar fékk
liann 2. einkunn. Þótti það glæsilegt próf á þeim tím-
um, og munu fáir Islendingar áður jafngóða einkunn
fengið liafa í lögum, enda fáir síðar, því síður betri* 1). I
Höföaströnd, og er enn á lífi. Voru þeir Benedikt nijög sam-
rymdir sem skólabræður, og hélzt vinátta þeirra jafnan síð-
an. Mundi Sigmundur kunna frá mörgu að segja um Benedikt
sem manna kunnastur honum á stúdentsárum hans, en þeirra
upplýsinga hefur því miður ckki verið svigrúm til að leita.
1) Magnús Stephensen landshöfðingi fókk jafnháa eink-
unn, sem Benedikt, en hann var lengur við nám. Með því
að lagaprófið hefur breyzt síðan allmikið, verður nú mæli-
kvarðinn öðruv/si. Af hinum yngri íslenzku lögfræðingum
liefur Eggert Briem sýslumaður Skagfirðinga hæsta einkunn.