Andvari - 01.01.1900, Page 15
9
»praktiska« prófinu fékk hann og i. einkunn. Dvaldi hann-
veturinn eftir (1858—59) í Kaupmannahöfn,en fór urn vor-
ið út til Islands og kvæntist þá heitmey sinni Katrinu Ein-
arsdóttur frá Reynistað* 1). Þáum vorið (5. maí 1859) var
hann skipaður 2. meðdómandi og dómsmálaritari í landsyfir-
réttinum, og tók við því embætti þá um sumarið af Vil-
hjálmi Finsen land- og bæjarfógeta, er hafði þjónað því
sem settur, siðan Þórður háyfirdómari Sveinbjörnsson lézt
(1856). Sýnir það ljósast í live miklu áliti Benedikt var
þá, að hann svo ungur maður, (33 ára gamall) og ný-
kominn frá prófborðinu skyldi vera skipaður i jafnvirðu-
legt og þýðingarmikið embætti í yfirrétti landsins. Hef-
ur það og aldrei orðið fyr né síðar, nema þá, að þangað
ltafi komizt óreyndir kandídatar, er ekki hafi lengri eða
skemri tima áður gegnt öðru embætti. Framtíð Bene-
dikts var því hin glæsilegasta að sjá, og brautin afmörlc-
uð til æztu embættisvalda með orðum og titlum og öðru
glingri, er margan gleður. En sá eini kross, sem Bene-
dikt fékk um æfina var kross mæðu og erfiðis, því að
hann var fjörbaugsmaður og vargur í véum i aug-
urn stjórnarinnar, mestan hluta æfinnar. Skoðanir
Hann fékk 1. einkunn í ölliitn greinum (11) 1893. Jón
Haraldsson Iírabbe aðstoðarmaður í ísl. stjórnardeildinni,
dótturson Jóns ritstj. Guðmundssonar, fókk við lögfræðispróf
1896 ágætiseinkuun í einni greiu en fyrstu í hinum
öllum.
1) Börn þeirra hjóna, sem til aldurs komust voru: Ragn-
heiður kona Júlíusar Sigurðssonar amtskrifara á Akur-
eyri, Einar yfirróttármálafæfslumaður í Reykjavík, Kristín ó-
gift í Kaupmannahöfn og Olafur Sveinar Haukur bóndi á
Vatusenda (dáinn 1. juní þ. á.). Einn drengur Sveinn að nafni
dó ungur. Þau Benedikt og Katrín skildu samvistir. Dvelur
hún nú^l900) í lvaupmannaliöfn.